« Af formælingum og dauðatáknumBænarefni páfa í febrúar 2007 »

06.02.07

  20:50:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 202 orð  
Flokkur: Hjálparstarf, Umhverfismál

Talsmaður hjálparsamtaka segir fátæk lönd ekki ráða við áhrif hlýnunar

ICN, London 5.2.2007. „Fátækt fólk mun ekki geta aðlagast þriggja gráða hlýnun sem spáð er að verði orðin um næstu aldamót.“ Þetta sagði Andrew Pendleton veðurfarsfræðingur hjá Christian Aid hjálparsamtökunum. „Það þýðir að milljónir manna í þróunarlöndum verða að yfirgefa ræktarlönd vegna stækkandi eyðimarka. Þessi fólksflótti ásamt því að hafnarborgir tapast vegna hækkandi sjávarborðs mun umbreyta plánetunni.“ Pendleton sagði einnig að 0,8 gráðu hækkun meðalhita sem varð á síðustu öld hafi þegar orsakað hungur og dauða hjá milljónum þeirra sem helst eiga undir högg að sækja.

„Við verðum að skuldbinda okkur til að halda okkur innan tveggja gráðu hækkunar. IPCC skýrslan gerir alþjóðlegt samkomulag um loftslagsbreytingu að algerri nauðsyn. Það er enginn tími til stefnu. Við verðum að finna hvað hvert land getur losað og hefta þessa losun. Það er hægt, tæknin er til. Við höfum ekki efni á að sóa meiri tíma“ sagði Pendleton.

Independent Catholic News 2007 http://www.indcatholicnews.com/caidglob329.html

No feedback yet