« Jakarta: Nemendur guðfræðiskóla enn á hrakhólum eftir árás | Benedikt páfi: „Það er ekki auðvelt að vera grænn“, en það er hluti af áætlun Guðs » |
Catholicnews.com. Í svari sínu við opnu bréfi kaþólskra mótmælahópa sem birtist í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera 25. júlí sl. sagði talsmaður Páfagarðs að stefna kirkjunnar hvað varðar tilgerðar getnaðarvarnir væri óbreytt og að athyglisvert væri að orðið „kærleikur“ kæmi ekki fyrir í bréfinu. [Tengill]
Þetta er gott andsvar sr. Federicos Lombardi, ófeimið við að standa fast á kaþólskri kenningu og trúverðugleik orða og athafna kirkjunnar – og bendir að auki á sérlega hæpna málefnastöðu þessara róttæku smásamtaka. Ég hvet menn til að lesa greinina sem þarna er vísað í. Og heilar þakkir, Ragnar.