« Ert þú frelsaður/frelsuð? Hvað felst í hugtakinu trú? Hverju svara kaþólskir?Heilagur Jósef - Verndari hinnar helgu fjölskyldu »

23.05.12

  20:03:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 351 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Talnabandið

María Guðsmóðir heitir því að uppfylla 15 loforð öllum þeim til handa sem daglega biðja talnabandið.

1. Sá sem samviskusamlega biður talnabandið daglega mun öðlast örugga vissu um náð og miskunn Guðs.
2. Hin heilaga Guðsmóðir heitir því að veita sérstaka vernd og náðargjafir öllum þeim sem biðja talnabandið af einlægni.

3. Bænir Talnabandsins mynda þeim, sem það biðja, öfluga brynju gegn víti. Þær eyða illsku, og vinna gegn synd og villutrú.
4. Bænir Talnabandsins efla dygðugt líferni og framgöngu til góðs. Viðkomandi mun njóta sérstakrar náðar Guðs og hjartað mun fjarlægjast fánýti og hégóma heimsins og laðast fremur að háleitum íhugunum um ævi og líf Jesú. María Guðsmóðir biður þess að við nýtum okkur þetta tækifæri til helgunar.
5. Sú sál sem helgar sig Maríu með því að biðja Talnabandið, mun ekki glatast.
6. Sá sem biður Talnabandið daglega af einlægni og íhugar leyndardóma Krists á meðan, mun aldrei láta bugast af ógæfu. Guð þarf ekki að tyfta þann sem þannig hreinsar huga sinn. Sá hinn sami mun aldrei mæta óvæntum dauða, heldur vera umvafinn náð og vernd Guðs alla sína ævidaga og að lokum njóta samvista við Hann og alla heilaga í Guðs ríki.
7. Sá sem einlæglega og samviskusamlega biður talnabandið mun ekki deyja án síðustu smurningu.
8. Sá sem daglega og trúfastlega biður talnabandið mun njóta leiðarljóss Guðs og helgandi náðar og á dauðastundu öðlast hlutdeild í lofgjörð heilagra á himnum.
9. María Guðsmóðir mun sjálf leysa þá úr haldi hreinsunareldsins, sem beðið hafa talnabandið samviskulega.
10. Þeir sem helga sig talnabandinu og biðja það reglulega munu hljóta æðri sess á himnum.
11. Allt mun rætast á besta veg sem beðið er um á talnabandinu.
12. Alla sem stuðla að útbreiðslu Talnabandsins mun hin Heilaga Guðsmóðir aðstoða eftir þörfum.
13. Hin Heilaga Guðsmóðir hefur hlotið það loforð frá Syni sínum að allir, sem eru ákafir stuðningsmenn talnabandsins munu um alla ævi og á dauðastundu njóta verndar alls englaskarans á himnum.
14. Allir sem biðja talnabandið skoðast sem bræður og systur sonarins Jesú Krists.
15. Að helga sig Talnabandinu er ákveðin ábending um sáluhjálp.

Ofangreint vitraðist hl. Dominic og bl. Alan.
Imprimatur, Patrick J. Hayes, DD. Erkibiskup í New York.

Þýðing: Dr. Gígja Gísladóttir

No feedback yet