« Llama de amor viva eða „Logi lifandi elsku“ eftir Jóhannes af Krossi | Fóstureyðingar hafa geðræn vandamál í för með sér » |
Guðspjall Jesú Krists þann 3. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 8. 1-11
En Jesús fór til Olíufjallsins. Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn, og allur lýður kom til hans, en hann settist og tók að kenna þeim. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við hann: „Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?“ Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina. Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.“ Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum. Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?“ En hún sagði: „Enginn, herra.“ Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.“
Hugleiðing
Þetta atvik segir okkur mikið um afstöðu Jesú til syndugra manna. Fræðimennirnir og farísearnir leituðust við að leiða hann í gildru. Þeir komu með konu til hans sem staðin hafði verið að hórdómi, en Jesús snéri dæminu við og beindi því að þeim sjálfum. Í reynd sagði hann: Haldið áfram og grýtið hana! En „sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.“ Hann felur þeim að dæma hana í ljósi samvisku sinnar. Þegar konan var orðin ein eftir með honum opinberaði Jesús henni miskunn sína, en varaði hana einnig alvarlega við að syndga ekki framar. Fræðimennirnir vildu kveða upp dóm, en Jesús að fyrirgefa og græða þá sem hafði syndgað. Afstaða hans fól í sér tvo VALKOSTI: Snúðu annað hvort til baka til þíns fyrra og synduga lífs og dæmdu þig til dauða, eða gakk nýjan veg lífs og hamingju með mér og: „Syndga ekki framar.“ Það sama segir hann enn í dag í gegnum kirkju sína, hver svo sem hin drýgða synd er. Fyrirgefning hans er því skilorðsbundin, hver svo sem á hlut að máli: „Syndga ekki framar.“