« Ef maðurinn gerir ekki ráð fyrir Guði, verður hann sjálfur að spurningu sem ekkert svar finnst við.Hefur lífið einhvern tilgang? »

02.04.08

  20:44:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Við brosum!

Svona ljótur er ég þó ekki!

Eitt sinn, þegar fjöldi fólks þyrptist að Píusi páfa IX, tróð sér maður fram úr hópnum og rétti feimnislega að honum lítið málverk í þeirri von að hann gæti fengið hinn heilaga föður til að árita það.

Píus tók við málverkinu, sá að það átti að vera af honum en var algerlega misheppnað.

Ólýsanlegt bros færðist yfir andlit hans um leið og hann sagði:

“Ljótur er ég, sonur minn, en svona ljótur er ég þó ekki!”

Síðan tók hann penna og skrifaði neðst á málverkið orðin sem Frelsarinn mælti við lærisveina sína eftir upprisuna til að róa þá, því þeir óttuðust að hann væri afturganga:

“Ego sum, nolite timere.”

Það merkir: “Þetta er ég, óttist ekki!”

No feedback yet