« Það er í Kristselskunni sem Ritningarnar ljúkast upp fyrir okkur í Heilögum AndaSANNLEIKSBÆN HEIL. KATRÍNAR FRÁ SIENA »

31.07.07

  07:37:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1197 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Svar til Grétars Einarssonar.

Ég tel nú útséð um að Grétar Einarsson rökstyðji ummæli þau sem hann hafði um páfa þegar hann komst svo að orði „að mér þykir ásjóna páfa vera sem helgríma karlægrar hómófóbískrar gagnkynhneigðarrembu.“ Ekki svo að skilja að ég vænti þess. Án þess að þekkja til téðs Grétars er ljóst af ummælum hans að hann tilheyrir þeim hópi fólks sem grípur til digurmæla, án þess að sýna þá lágmarks háttvísi að rökstyðja mál sitt eða færa fyrir því rök. Þannig hefur þessi hópur fólks farið „hátt“ á bloggsíðum með slíkum orðhengilshætti. Því er gleðilegt að sjá að hópur þeirra bloggara sem heldur uppi vörnum fyrir kristindóminn fer ört vaxandi. Þetta bendir eindregið í þá átt að kristnu fólki í landinu blöskri þetta atferli. Í reynd er framkoma þessa fólks í samhljóðan við hið svokallaða „Lúkasarmál“ þar sem móðursýki og hópsefjun réð ferðinni.

Við félagarnir hér á Kirkjunetinu höfum komið upp gagnagrunni á undanförnum árum um afstöðu kirkjunnar (og páfanna) til margvíslegra grundvallarþátta kristinnar siðmenningar, í allt um 1500 greinum. Ég vil koma á framfæri einfaldri aðferð fyrir fólk til að nálgast þessar upplýsingar. Farið í Leit hægra meginn á vefsíðunni. Sláið inn leitarorðið og smellið síðan á RETURN á lyklaborðinu. Þannig má nálgast fjölþættustu upplýsingar um einstök efnisatriði. Sláið til að mynda inn orðinu „smokkar.“ Þá koma upp fjölmargar greinar sem víkja að smokkanotkun og hversu varasamir þeir eru í baráttunni við eyðnina.

Þannig má nálgast fjölþættustu upplýsingar. Sláið inn orðinu „pilla“ og þá koma upp margvíslegar greinar um skaðsemi pillunnar, einkum skyndipillunnar (morning after pill) sem íslenskar táningsstelpur bryðja nú eins og hvert annað sælgæti að sögn fjölmiðla. Svona mætti lengi halda áfram. Þáttur lækna í þessu máli er harla dapurlegur vegna þess að þeir fá dágóðar greiðslur fyrir að þegja sannleikann í hel frá hinu alþjóðlega lyfjaauðvaldi. Jafn skaðleg og notkun lyfjadráps á fóstrum er fyrir líkama konunnar – og hið alþjóðlega lyfjauðvald notar sem hverja aðra russlatunnu – gæta læknar þess að minnast ekki á NFP. Ef þið sláið inn orðunum NFP finnið þið margvíslegar upplýsingar um þessa aðferð til að fylgja fjölskylduáætlunum eftir án lyfjaáts og kostar ekki eina krónu fyrir fólk. Hér er ástæðan komin fyrir því að læknar þegja hana í hel, þrátt fyrir að hún sé 99.3% örugg og nauðsynleg heilsuvernd fyrir mæður með barn á brjósti.

Konurnar í guðfræðideild HÍ (og prófessorarnir) gagnrýna rómsversk kaþólsku kirkjuna og Rétttrúnaðarkirkjuna harðlega fyrir að gera allt of mikið úr þætti Guðsmóðurinnar í hjálpræðisverkinu. María varð heilög – ekki vegna þeirra orða sem fóru á milli hennar og engilsins við boðunina – heldur vegna þess að hún laut vilja Guðs að fullu og öllu! Samstundis var Sonurinn getinn í lífi hennar: Hinn eilífi getnaður Orðsins náði fram að ganga, sá draumur sem Guð Faðir bar í brjósti frá grundvöllun heimsins. Þessi leyndardómur endurtekur sig í lífi sérhverjar konu og karls sem lúta vilja Guðs að fullu og öllu: Hinna heilögu kirkjunnar.

Þau standa okkur afar nærri vegna þess að þau voru fyllt Heilögum Anda og Heilagur Andi er allt í öllu á himni sem á jörðu og í Heilögum Anda eru öll takmörk tíma og rúms upphafin. Og þau sem báðu fyrir sálunum á jörðu og vöktu yfir velferð þeirra halda því áfram í hinni Sigrandi kirkju himnanna.

Þetta beinir athyglinni að bænalífinu. Bænin er „farsími“ okkar til Sonar konunnar sem sögð er vera sælust meðal kvenna. Í bæninni nálgumst við Son hennar – Jesú – og hann uppfræðir okkur og veitir þekkingu á sér og Guði Föður í Heilögum Anda. Sjálfur sagði hann að hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið, heldur til að uppfylla það: „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla“ (Mt 5. 17). Hann boðaði ekki hömlulaust kynlíf þar sem karlmaður legst með karlmanni og kona með konu vegna þess að þetta var forboðið í lögmálinu. Hann boðaði ekki „rétt konunnar“ til að deyða afkvæmi sín (þú skalt ekki mann deyða), heldur að minnast „allra boðorða Drottins, svo að þér breytið eftir þeim og hlaupið ekki eftir fýsnum hjarta yðar né augna, en með því leiðist þér til hjáguðadýrkunar“ (4M 15. 39).

Hann sagði jafnframt: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Mt 25. 40). Í þessu ljósi dæmir kristinn einstaklingur hin skefjalausu fósturdráp dauðamenningar ofsafemínismans. Því hika ég ekki við að segja að hann sé ættaður frá föður lyginnar og svartnættis dauðans: Hinum fallna verndarkerúba, Satan.

Jafn vegvillt og dauðamenningin er á lífsins vegum hef ég ákveðið að taka saman á næstunni greinasafn um arkitkekta eða hugmyndasmiði hennar og byrja á Alfred Kinsley, postula kynferðislegs hömluleysis og fýsna og iðkaði sjálfur bæði hómósexualisma, fjölveri og barnaníðingshátt, auk þess að falsa allar kynlífsrannsóknir sínar með grófgerðum hætti.

Aðdáendur slíkrar lífsafstöðu mega svo sem brennimerkja mig eins og páfa sem berandi „helgríma karlægrar hómófóbískrar gagnkynhneigðarrembu.“ Þá er ég í góðum félagsskap.

Ég endurtek mikilvægi bænarinnar í ræktun sannleikans. Sumir segja: „Ég hef engan tíma til að biðja!“ Þetta er heimskuleg ummæli. Allir gefa sér tíma til að borða, anda og sofa, að öðrum kosti deyja þeir. Hið sama má segja um sálina: Ef hún biður ekki, þá deyr hún andlegum dauða – eilífum dauða – og þá verður sjálft Fagnaðarerindið henni sem hver önnur „helgríma“ vegna þess að hún hefur samlíkst óvini alls lífs og hrærist í svartnætti tælinga hans og blekkinga. Bænin er andardráttur Guðs í mannssálinni sem veitir henni líf. Því verðum við öll að biða að minnsta kosti í hálftíma kvölds og morgna. Að öðrum kosti köfnum við í stækju Satans.

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Athugasemdum einhvers Gunnar eytt þar sem hann kemur ekki fram undir fullu nafni. Sjá settar reglur ritstjórnar. Jafnframt verður hér ekki birtur ómálefnalegur málfutningur eða diguryrði, heldur einungis það sem kemur inntaki greinarinnar við og er rökstutt af fyllstu kurteisi samskipta manna á meðal. Aðrir verða að leita sér útrásar á bloggsíðum þar sem orðhengilsháttur er samþykktur.

31.07.07 @ 10:02
Jón Valur Jensson

Vel mælir þú, Jón bróðir; þetta er kröftug grein og góð. Ég myndi að vísu sleppa síðustu setningunni, svo að ég taki það nú fram. En góður er vitnisburður þinn og þarfur.

31.07.07 @ 13:42
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér nafni. Ég sé ekki ástæðu til að sleppa síðustu setningunni.

31.07.07 @ 14:16