« Bernadetta í Lourdes Himnaríki »

11.02.08

  19:44:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 550 orð  
Flokkur: Messan

Sunnudagsmessan er heimsókn okkar til Guðs.

Grein eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993).

Guð skapaði okkur í þeim sérstaka tilgangi, að við getum lært að þekkja og elska hann og þjóna honum hér á jörðinni, svo að við fáum eftir dauðann að sjá hann og njóta návistar hans um alla eilífð á himnum. Að því kemur, að við deyjum. Það verður ekki umflúið. Og þá verðum við dæmd. Hvernig varði hvert og eitt okkar lífinu, sem Guð gaf okkur? Á þessum dómi veltur það, hvar okkur er búinn staður um alla eilífð.

Getum við verið þess fullviss að fara til himna? Jesús var spurður þessarar spurningar, og hann svaraði ………

neitandi. "Aðeins þeir, sem gjöra vilja Föður míns munu ganga inn í himnarríki." En Guð hefur sjálfur gefið okkur leiðsögn, til þess að hjálpa okkur að komast til himna. Þetta eru boðorðin tíu. Fyrstu þrjú boðorðin greina frá skyldum okkar við Guð:
"Þú skalt ekki aðra guði hafa",

"Þú skalt ekki leggja nafn Guðs við hégóma",
"Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan."

Enginn vafi leikur á því, að besta og öruggasta aðferðin til þess að halda hvíldardaginn heilagan er það að taka þátt í messu á sunnudögum. Heilög messa er raunar eitt og hið sama og síðasta kvöldmáltíðin og fórnin á Golgata. Í hinni heilögu kaþólsku messu, færir Jesús Kristur sig enn á nýjan leik, fyrir hendur og munn prestsins, að forn til síns himneska föður. Aðeins í messunni getum við auðsýnt almáttugum Guði fullkomna lotningu og vegsemd. Það er af þessari ástæðu, að kirkjan, eins og ástrík móðir, sem er annt um velferð barna sinna, segir okkur að fara í messu á hverjum sunnudegi.

Sunnudagsmessan er heimsókn okkar til Guðs. Hún er aðferð okkar til þess að segja:
"Alheilagi Guð,
við tilbiðjum þig sem Drottin himins og jarðar;
við játum þig sem skapari allra hluta;
við erum þér fullkomlega og algerlega háð um alla hluti."

Messan er örugg leið okkar til þess að öðlast náð Guðs og fyrirgefningu synda okkar. Messan er stórkostlegasta og máttugasta bænin hér á jörðu, og fyrir hana hlotnasta okkur öll sú náð og blessun, sem við þörfnumst til handa sjálfum okkur og fjölskyldu okkar.

Í huga kaþólskra manna er sunnudagsmessan auk þess undursamleg veisla, þar sem þeim veitist líkami og blóð Krists, hin vikulega næring sálarinnar. Það er skiljanlegt, að þetta sakramenti sé stundum nefnt: "brauð englanna", "hið helgasta af öllu helgu", "kraftaverk kraftaverkanna".

Það er ekki nægilegt að fara einstöku sinnum í messu. Sá sem er alveg einlægur í trú sinni, ætti að fara á hverjum sunnudegi í messu. Ef, til dæmis, barnið þitt gengur í skóla, nægir ekki að senda það af og til; það þarf að fara reglulega í skólann. Sá sem vill halda heilsunni, getur ekki látið sér nægja að bórða einstöku sinnum. Regluleg næring er nauðsynleg. Og regluleg þáttaka í sunnudagsmessunni skiptir máli í lífi okkar.

No feedback yet