« Evrópskir biskupar þinga í Róm24 kaþólskir trúboðar féllu fyrir árásarmönnum árið 2006 »

24.03.07

  22:16:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Þjóðfélagsrýni

Suður-Kórea: Leyft að gera tilraunir á fósturvísum

24.03.2007. AsiaNews.it. Leyft verður að gera tilraunir á klónuðum fósturvísum í Suður-Kóreu. Leyfið mun taka gildi á næsta ári. Tilraunir á nýjum eggjum kvenna verða þó ekki leyfðar heldur á eggjum sem afgangs verða við tæknifrjóvganir. Eggjagjafir til tilrauna og kaup á eggjum verða einnig bannaðar. Kaþólska kirkjan er í hópi þeirra sem álíta að fósturvísir sé mannvera og eigi því að njóta mannhelgi og mannréttinda. Varnarleysi mannverunnar eigi ekki að réttlæta það að gerðar séu tilraunir á henni. Sjá tengil: [1]

No feedback yet