« Hið guðlega Hjarta er tákn elskunnarHELGUNARBÆN – eftir bandaríska byskupinn J. F. MacDonald (sjá sálm 51. 12) »

31.01.07

  08:47:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 106 orð  
Flokkur: Bænalífið

STUTT BÆN TIL HEIÐURS HINU ALHELGA HJARTA JESÚ – Raccoltabænabókin (235)

Allt fyrir þig, Alhelga Hjarta Jesú!
Jesús, lítillátur og auðmjúkur af Hjarta,
megi hjarta mitt verða sem þitt Hjarta.
Alhelga Hjarta Jesú, ég trúi á elsku þína á mér.
Megi hið Alhelga Hjarta Jesú vera elskað alls staðar.
Hjarta Jesú, sem brennur í elsku til okkar,
lát hjörtu okkar brenna í elsku til þín.
Alhelga Hjarta Jesú, verndaðu fjölskyldur okkar.
Guðlega Hjarta Jesú, lát syndara iðrast, bjargaðu hinum deyjandi
og leið heilagar sálir úr hreinsunareldinum.
Alhelga Hjarta Jesú! Megir þú vera elskað og þekkt
og verða að fyrirmynd allra mennskra hjartna. AMEN!

No feedback yet