« Ritningarlesturinn 2. nóvember 2006Hinir þrír myrku dagar (2) »

02.11.06

  07:51:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 65 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Stef úr hljómkviðu þagnar næturvökunnar

Undursamlegt er það
þegar hjartað ummyndast
í innheima ljóss og elsku
og ljómar sem sjödægraljós.

Sálin gengur upp í gerðið
og gleðst með systkinum sínum fiðruðu
og laufunum á systur ösp
og vorregnið vökvar língresið.

Daggardroparnir sem sáldrast
sem silfurraf af greininni
áminna hana um að í húminu
harmi hjartað sökum nætursortans.

No feedback yet