« Guðsdýrkun í veglegum kirkjuhúsum eða náungaþjónusta?Páfinn vígir basiliku í Spánarferð »

11.11.10

Staðgöngumæðrun fyrir samkynhneigða karlmenn?

"Það er ekkert land í heiminum sem vill ættleiða barn til samkynhneigðra," segir Svavar Örn Svavarsson í viðtali við Birgittu Haukdal á vef Mbl.is.

Hafinn virðist þrýstingur á það, að staðgöngumæðrun verði leyfð til að afla samkynhneigðum barna (og sennilega þá með því að greiða þeim fé fyrir).

Svavar kvartar reyndar yfir lagaákvæðum um staðgönguæðrun, þau geri ráð fyrir því, að viðkomandi kona, sem gengur með barnið, þurfi að lýsa sig vanhæfa sem móður.

Dr. Reynir Tómas Geirsson, yfirmaður Kvennadeildar Landspítalans, sem varið hefur s.k. fóstureyðingar, talar einnig á þessu stutta myndbandi.

Ef að líkum lætur, er ný tegund af meintri mannréttindabaráttu nú enn einu sinni í uppsiglingu.

7 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Athyglisvert, en hvernig tengist fréttin eða málefnið kaþólsku kirkjunni? Varla neitar kirkjan barni í svona aðstæðum um skírn, fermingu, altarisgöngu eða önnur sakramenti?

13.11.10 @ 09:50
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Nei, Ragnar, að sjálfsögðu neitar kirkjan ekki barni um skírn, fermingu, altarisgöngu o.s.frv. Slík börn eru nákvæmlega jafn elskuverð og rétthá eins og önnur.

En þessa fréttaumfjöllun tel ég benda til, að hreyfing sé að myndast til að knýja á um staðgöngumæðrun, en hún hefur verið talin mjög mikið álitaefni siðferðislega séð, m.a. að borgað sé fyrir slíkt, sem og, að samið verði um afhendingu barns, þrátt fyrir að staðgöngumóðirin kunni að fá svo mikla tilfinningu og væntumþykju til þess barns, sem hún ber undir belti, að hún vilji eiga það sjálf og ala upp. Sannarlega siðferðilegt áhorfsmál, hygg ég – og geri ráð fyrir að kirkjan líti svo á.

Þar við bætast svo efasemdir um, að heppilegt sé að stuðla beinlínis að því að fleiri karlmenn eignist og ali saman upp börn. Kannanir sýna það margar, að s.k. ‘no difference’ theoría um barnauppeldi gagnkynhneigðra og samkynhneigðra – þ.e. að enginn munur sé á uppeldisáhrifum í þessum mismunandi aðstæðum – stenzt ekki. Til reynslu og staðreynda ber að taka tillit.

Þakka þér, Ragnar, tækifærið til að geta svarað efasemdum í þessu efni.

13.11.10 @ 11:41
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir svarið Jón.

Já þarna blandast saman þrjú mál: Hjónaband tveggja karla, að líkindum líka tæknifrjóvgun auk staðgöngumæðrunar.

Hvað kirkjuna varðar þá heimilar hún ekki fyrsta atriðið. Tveir kaþólskir karlar sem ákveða að ganga í borgaralegt hjónaband fá væntanlega hvorki að ganga til altaris né skrifta nema þeir geri einhverjar yfirlýstar breytingar á sínum högum.

Tæknifrjóvgun þar sem fórnað er lifandi fósturvísum álítur kirkjan einnig siðferðilega ranga.

Staðgöngumæðrunin ein og sér er eins og þú nefnir flókið fyrirbæri en ég get varla ímyndað mér annað en að kirkjan álíti hana siðferðilega óverjandi af ýmsum orsökum m.a. þeim sem þú nefnir Jón.

Spurning er samt hvort tæknifrjóvgun eða staðgöngumæðrun sé álitin það alvarleg synd að hún hafi í för með sér forboð, þ.e. bann gagnvart meðtöku altarissakramentis og skrifta? Ég hef ekki kynnt mér það og hef ekki séð neitt skrifað um það heldur.

14.11.10 @ 10:49
Þór Gunnlaugsson

Mér finnst Jón Valur alveg nóg komið af skrifum um staðgöngumæður fóstureyðingu og fleira enda eru það þung spor mæðra og því ekki eitthvað sem kirkjan hefur með að gera frekar enn þessi dæmalausa kynlífsgrein um 10 ára bekkinga.
Tökum fyrir kirkjuna í næstu skrifum láði og lesti og fyllum þær á ný með heilbrigðri skynsemi.
kveðja
þg

28.12.10 @ 16:03
Athugasemd from: Elsa
Elsa

“Kannanir sýna það margar, að s.k. ‘no difference’ theoría um barnauppeldi gagnkynhneigðra og samkynhneigðra – þ.e. að enginn munur sé á uppeldisáhrifum í þessum mismunandi aðstæðum – stenzt ekki.” Hvaða kannanir eru þetta? Heimildir? Eru rannsóknir til í þessum málum? Hvernig birtist munurinn? Ef samkynhneigðir ala upp börnin sín með meira fordómaleysi, virðingu, umburðarlyndi gagnvart öðrum, réttlæti og svo framvegis en gagnkynhneigðir, þá eru samkynhneigðir foreldrar betri kost an hitt. Eru einhverjar kannanir varðandi hlutfall afskipta barnaverndarnefndar í samkynhneigðar/gagnkynhneigðar fjölskyldur? Ekki er sanngjarnt að dæma fólk áður enn allar staðreyndir liggja fyrir.

25.04.11 @ 10:50
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér innlitið, Þór. Enda þótt kirkjan virði skynsemina mikils (og meira en Marteinn Lúther gerði), varar hún við því, að úr henni sé gerður einhver hjáguð, eins og gert var í frönsku stjórnarbyltingunni.

Kirkjan hefur sannarlega talið sig hafa með fósturvíg að gera í siðakenningu sinni frá upphafi – hún hefur lagt við þeim blátt bann; það sést t.d. í ritinu Didache tón dodeka apostolón, Kenningu postulanna tólf, sem er sennilega frá því fyrir árið 100 e.Kr. Hér er um vernd hinna ófæddu að ræða; enginn kaþólskur maður getur skorazt undan skyldu sinni að bera lífinu og rétti þess vitni. Að það sé gert þannig, að stuðlað sé að endurnýjun hugarfars og endurreisn brotinna sálna, er meðal þess, sem þar skal haft í huga.

Meðan áróðursmenn staðgöngumæðrunar halda áfram starfsemi sinni hér á landi, hefur síðasta orðið um þau mál sannarlega ekki verið sagt.

01.05.11 @ 21:14
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Elsa, það eru ýmsar kannanir, sem sýna þetta. Tveir virtir félagsfræðiprófessorar, Stacey og Biblarz, komu upp um fölsun kannana um þessi mál og birtu upplýsingar um það í langri úttektargrein í öðru virtasta félagsfræðitímariti Norður-Ameríku. Þó eru þau bæði hlynnt samkynhneigðum og því “frjálslynd".

Já, það eru til rannsóknir um áhrif uppeldis samkynhneigðra á börnum, en viðurkennt er af mörgum kunnugum, að þær þyrftu að vera mun fleiri og ýtarlegri.

“Ef"-spurning þín um miðbik innleggsins virðist gefa sér forsendur sem þú átt erfitt með að sýna fram á. Þetta er líka spurning um, hvað er raunverulegt umburðarlyndi, virðing, réttlæti o.s.frv.

Um síðustu spurningu þína: Ég hef ekki svar við henni á takteinum.

Hér svara ég þér í mýflugumynd; hyggst svara þér ýtarlegar seinna.

04.05.11 @ 00:10
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blogging tool