Flokkur: "Sr. Þórhallur Heimisson"

01.07.10

  06:56:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 660 orð  
Flokkur: Sr. Þórhallur Heimisson

Íslenski krossfáninn

Pistill eftir séra Þórhall Heimisson.

Við Norðurlandaþjóðirnar eigum margt sameiginlegt, saga landanna er á margan hátt tengd og menning sömuleiðis. Enda er það oft þannig að þeir sem eru frá landsvæðum utan Norðurlandanna líta á Norðurlöndin sem eina heild. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin og undirstrikar sameiginlega menningu eru fánarnir okkar. Yfir öllum Norðurlöndum nema Grænlandi blakir krossfáninn.

Read more »

24.12.09

  10:41:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 987 orð  
Flokkur: Sr. Þórhallur Heimisson

Allt um Ágústus keisara - eða Júlíus Sesar Oktavíanus

Eftirfarandi pistill eftir sr. Þórhall Heimisson birtist áður á bloggsíðu hans og er hann endurbirtur hér með leyfi höfundarins.

Og þá er það annar frægur úr jólaguðspjallinu – Ágústus keisari en, í gær tók ég fyrir Heródes mikla. Hver var eiginlega þessi Ágústus sem mánuðurinn ágúst er nefndur eftir og er fyrstur allra nefndur til sögunnar í guðspjalli Lúkasar, jólaguðspjallinu?

Árið 45 fyrir Krists burð hafði Júlíus Sesar sigrast á öllum óvinum sínum innan og utan Rómaveldis. Hann lét kjósa sig konsúl til lífstíðar og harðstjóra og hélt þannig við lýði þeim fornu stofnunum rómverska lýðveldisins sem hann þó fyrirleit umfram aðra menn. Hann var ókrýndur konungur ríkisins og lagði á þeim stutta tíma sem hann átti eftir ólifaðan grunninn að rómverska heimsveldinu, IMPERIUM ROMANUM.

Read more »

18.12.09

  20:27:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1152 orð  
Flokkur: Sr. Þórhallur Heimisson

Í borg hinna dauðu

Eftirfarandi pistill eftir séra Þórhall Heimisson birtist á bloggi hans 14.12. sl. og er hann endurbirtur hér með leyfi höfundarins.

Nú eru slétt þrjú ár síðan ég heimsótti borg hinna dauðu undir Vatikaninu í Rómaborg ásamt hópi af íslenskum ferðalöngum.

Frá því skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á grunninum undir Péturskirkjunni sem er höfuðkirkja Vatikansins og einn mesti pílagrímastaður rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Sú Péturskirkja sem nú stendur var vígð árið 1626. Hún er reist á grunni eldri kirkju frá tímum Konstantínusar keisara á 4. öld, en kirkja Konstantínusar var aftur byggð á fornum grafreit og helgistað.

Read more »