« Greinar sem snerta lífsverndarmálTveir kaþólskir prestar okkar látnir »

28.07.08

  23:38:30, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 160 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Bróðir spyr kristinn bróður um leiðina

"Hvort fær sál mín himnavist?"
– "Hlýddu á Krist,
sem bauð þér boðskap sannan:
Skuldið ekki neinum neitt
nema það eitt
að elska heitt hver annan.
"

"Hvernig breyti ég bezt við mann?" *
– "Biblían
þig fræðir um Föðurins vilja.
Lausnarann eina lít þar á,
og létt er þá
í skini trúar að skilja."

(Máske er þessu smáljóði frá fyrri nótt ólokið, enda er því of orðfátt!)
* Aths.: Honum nægir ekki að vita, að hann eigi að elska náungann. Hvernig hann eigi að gera það, hver sé rétt breytni gagnvart fólki í ýmsum flóknum atvikum (sem menn greinir oft á um), það vill hann vita. Hinn vísar honum á boðorð Guðs í Ritningunni, dæmisögur og fyrirmynd Frelsarans og að upplýsing trúar og samvizku – og kærleikurinn sjálfur – veitist sem Andans gjöf þeim sem gefast undir Guðs vald og vilja.

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér fyrir þetta fagra smáljóð, nafni. Gleður hjartað, hressir sálina og endurnærir andann. Aufer a me, Domine, ventris concupiscentias et concubitus concupiscentiae ne apprehendant me.

29.07.08 @ 05:39
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kærar þakkir, nafni minn. Þetta er þó eitthvað svo stuttort, að mér finnst vanta meira kjöt á beinin …

30.07.08 @ 00:20
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta eru fín smáljóð sem standa fyllilega fyrir sínu.

30.07.08 @ 21:33
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

CMS software