« Án Guðs veit samfélagið ekki hvert á að stefnaMerkar fornleifarannsóknir framkvæmdar á steinkistu Páls postula »

06.07.09

  16:58:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 256 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Sprengjutilræði við kaþólska kirkju á Filippseyjum

Asianews.it - Filippseyjum. Sprengja sprakk við matvöruverslun fyrir utan Dómkirkju hins flekklausa getnaðar, rómversk-kaþólska basilíku á suðurhluta Filippseyja í gærmorgun. 5 létust og 45 særðust. Kirkjan er í borginni Cotabato sem er höfuðborg sjálfsstjórnarsvæðis múslima á Mindanao, næst stærstu eyju Filippseyja. Á síðasta ári sauð uppúr á þessu svæði vegna aukinna krafna herskárra múslima sem vilja sjálfstæði svæðisins frá Filippseyjum. Um það má lesa hér.

Páfi fordæmdi ofbeldið og bað fyrir fórnarlömbum árásarinnar. Talsmenn Moro frelsishers Islam, MILF hafa afneitað árásinni og ásaka stjórnarherinn um að vilja viðhalda andrúmslofti spennu á svæðinu. Ekki er heldur hægt að útiloka Abu Sayef hryðjuverkahóp islamista sem hefur látið að sér kveða á eyjunum, en þó einkum á suðurhluta þeirra á liðnum árum.

Prestur kirkjunnar varaði við ofsahræðslu og sagði að í stað hennar ætti fólk að einbeita sér að boðskap páfa sem snerist um styrk og hugrekki. „Benedikt páfi hefur kallað okkur til að láta ekki hermdarverk, ofbeldi né rök dauðans sigra. Orð páfa eru mikilvæg því þau hvetja kristna og múslima til að vinna saman þrátt fyrir að vera ólíkir um margt. Við verðum að yfirstíga óttann og vinna að samræðum til að byggja framtíð okkar á.“

Heimild er fyrir því að kristnir menn í Cotabato þori ekki að bjóða sig fram til embætta af ótta við að vera ráðnir af dögum. Sama heimild greinir einnig frá því að kristnir menn á svæðinu séu krafðir um verndarskatt. Fleiri heimildir greina einnig frá kröfum um verndarskatt á sjálfsstjórnarsvæðinu eins og sjá má hér.

Umfjöllun Asianews er á eftirfarandi vefslóðum:
http://www.asianews.it/index.php?l=en&art=15696&size=A
http://www.asianews.it/index.php?l=en&art=15697&size=A
http://www.asianews.it/index.php?l=en&art=15703&size=A

No feedback yet