« Ritningarlesturinn 19. ágúst 2006Ritningarlesturinn 18. ágúst 2006 »

18.08.06

  19:06:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 483 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Spádómur heil. Nilosar (dáinn 12. nóvember 1651), einsetumanns á Aþosfjalli

Þýtt úr tímaritinu „The Logos Magazine,“ 1972, bls. 7 – „Klerkastéttin gengur öðru fólki lengra í guðsafneitun sinni.“ (spádómur heil. Cosmas Aitolos, 18. öld).

Frá og með árinu 1900 til miðbiks 20. aldarinnar verður fólk á þessum tímum óþekkjanlegt. Þegar tími komu Antíkrists nálgast myrkvast hugir fólks vegna holdlegra ástríðna og siðleysið og óréttlætið aukast að mun. Heimurinn verður óþekkjanlegur. Útlit fólks mun breytast og útilokað verður að þekkja karlmenn frá kvenfólki sökum blygðunarleysis í klæðaburði og hártísku. Þetta fólk verður miskunnarlaust og eins og villidýr sökum freistinga Antíkrists.

Foreldrum verður ekki auðsýnd nein virðing fremur en öldruðum, elskan mun hverfa með öllu og kristnir predikarar, biskupar og prestar verða hégómagjarnir menn og alls ekki sjá muninn á réttu og röngu. Á þessum tímum mun siðgæði og arfleifð kirkjunnar taka miklum breytingum. Fólk segir skilið við hófsemd og fýsnirnar verða allsráðandi. Undirferli og græðgi verða allsráðandi og vei þeim sem safna að sér fjármunum. Losti, hórdómur, kynvilla, alls kyns hulin óhæfuverk og morð heltaka samfélagið.

Á þessum tímum í framtíðinni verður áhrifamáttur glæpa og siðleysis til þess að fólk verður svipt náð Heilags Anda sem það meðtók í skírninni.

Kirkja Guðs verður án guðhræddra og guðrækinna þjóna og vei þeim kristnu mönnum sem uppi verða á þessum tímum. Þeir munu snúa að fullu og öllu baki við trúnni vegna þess að tækifærið til að sjá ljós þekkingarinnar mun renna þeim úr greipum án undantekningar. . .

Allt má rekja þetta til þess að Antíkristur vill koma í stað Drottins og verða stjórnandi alheimsins og hann mun gera kraftaverk og undur. Hann mun einnig gefa vansælum manni öfugsnúna þekkingu þannig að hann mun uppgötva aðferð til þess að menn geti talað saman úr einu heimshorninu til annars. Á þessum tímum munu menn einnig fljúga um loftin eins og fuglarnir og kafa niður í hafdjúpin líkt og fiskar. Og þegar þeim hefur auðnast þetta allt, þá mun þetta ógæfusama fólk verja tíma sínum í munaði án þess að þessar vesælu sálir geri sér ljóst, að þetta eru blekkingar Antíkrists, lögleysingjans!

Algóður Guð mun sjá hvernig mannkynið hrapar niður í djúpið og stytta þessa tíma vegna þeirra fáu sem frelsast vegna þess að óvinurinn vill jafnvel leiða hina útvöldu í freistingu, ef slíkt er unnt . . . Þá mun sverð réttlætisins birtast óvænt og deyða siðvillinginn og þjóna hans.

5 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Merkilegur texti, Jón. Er þetta í heild einn óslitinn texti Nilosar, og er þetta úr einhverju riti hans? Gjarnan máttu fræða okkur um þennan einsetumann, sem ég hafði ekki heyrt um, en hefur trúlega verið grískur. Hvílík lesning! – og hve spádómslegum orðum hann fer um tækni 20. aldar, svo að maður byrji nú á því sem hann næstum endar á.

18.08.06 @ 19:15
Steingrímur Valgarðsson

Það má segja að hann hafi hitt naglann á höfuðið með þessum spádóm.

18.08.06 @ 19:17
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Það gerði Jesaja kallinn líka likt og fleiri. Í reynd undrast ég stórum „kjark“ ofurfrjálsyndisguðfræðinnar. Það er eins og þetta fólk hafi afmáð Krist reiðinnar úr hugskoti sínu og fræðum.

Minnugir þess hvernig Guð afmáði Sovétríkin sálugu af yfirborði jarðar á einu andartaki – eitt mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar – ætti fólk að íhuga alvarlega varnaðarorð Guðs áður en nóttin skellur á þegar enginn getur unnið.

Guðsmóðirin varaði okkur við í La Saliette 1846. Því næst liðu 72 ár þegar hún greindi frá risi og falli sósíalfasismans í Rússlandi 1989 eða að 72 árum liðnum. Er nokkuð óeðlilegt að gera ráð fyrir því að tími afturgöngunnar renni út um 2060. Sjáum til.

Hins vegar er fróðlegt að sjá hvernig lögleysinginn starfar hér á Íslandi. Þannig sér landlæknir ástæðu til að koma fram í fjölmiðlum og tjá þungar áhyggjur sínar sökum þess að samkynhneigðum sé bent á meðferðarstofnanir við meinsemd sinni.

Hins vegar sér hann enga ástæðu til að gagnrýna að manndrápslyfið RU-486 (morning after pill) var tekið í notkun á Íslandi um s. l. áramót án nokkurra lagaheimilda, og sama má segja um stofnfrumurannsóknir á innfluttum stofnfrumum úr náum ungabarna. Vafalaust er þetta sökum þess að hinseginsamkoman mun samþykkja slík lög með hraði þegar þess verður æskt vegna þess að þetta fólk virðist hafa glatað öllu sem heitir kristið siðgæði og mannhelgi.

Í reynd er ekkert annað eftir en að samþykkja líknarmorðin. Hugsið ykkur hvað lífeyrissjóðirnir munu græða á slíkum lögum. Hvers vegna að vera að „lappa“ upp á gamalt fólk sem deyr hvort eð er fyrr en síðar. Slíkur atvinnurekstur yðri líka afar gróðavænlegur fyrir siðleysi frjálshyggjunnar líkt og í Sviss, nýr vaxtarboddur í ferðamannaiðnaðinum þar sem unnt væri að bjóða þegnum siðaðra þjóða upp á slíka þjónustu.

Hugsið ykkur hversu álitlegur starfsvettangur þetta er fyrir „góðgerðarfélög“ líkt og Actavis sem hefur lagt sig fram um að lækka lyfjaverð á Íslandi með þeim árangri að samheitalyfin sem ég nota við of háum blóðþrýstingi hafa hækkað um 150% á tveimur árum. Hvílíkir möguleikar fyrir hedonismann um arðsemi og vöxt.

Þrátt fyrir þá ógnarbyrði sem íslenskir leiðarvísar leggja Actavis á herðar hafa erlend lyf líkt og Novac lækkað um svipaða upphæð á sama tíma og það þrátt fyrir að íslenskir leiðarvísar fylgi þeim.

18.08.06 @ 20:12
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Til viðbótar við fyrri aths. mína hér ofar : Það sem heil. Nílosi sagði um siðferðismál þessarar aldar má heita furðulega framsýnn spádómur.

24.11.06 @ 12:13
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Jóhannes af Krossi víkur að slíkri þekkingu eða spádómsorðum í 26, kaflnum í annrri bókinni í Uppgöngunni á Karmelfjall um hin tvö afbrigði nakins sannleika (grein 12):

Við sjáum ljósan vitnisburð um bæði þessi afbrigði þekkingar í heilagri Ritningu. Hvað áhrærir andlega þekkingu um hlutina segir sá spaki: Ipse dedit mihi horum quae sunt scientiam veram, ut sciam dispositionem orbis terrarum, et virtutes elementorum, initium et consumnationes temporum, vicissitudinum permutationes, et consummationes temporum et morum mutationes, divisiones temporum, et anni cursus, et stellarum dispositiones, naturas animalium et iras bestiarum vim ventorum, et cogitationes hominum, differntias virgultorum, et virtutes radicum, et quaecumque sunt abscondita et improvisa didici: Omnium enim artifex docuit me sapientia. En þetta útleggst: Guð hefur veitt mér óbrigðula þekkingu svo að ég ber skyn á gerð jarðarinnar og starf frumkraftanna, upphaf og endi tímans, breytilegan gang sólarinnar og árstíðaskiptin, áraskiptin og stöðu himintunglanna, eðli dýranna og eðlishvatir villidýranna, mátt andanna og hugsanir manna, fjölda jurtanna og lækningamátt róta. Og nú skil ég allt, hulið sem ósýnilegt, sökum þess að spekin, höfundur allra hluta, hefur uppfrætt mig (SS 7. 17 -22). Þrátt fyrir að þessi þekking um alla hluti sem sá spaki segir að að Guð hafi veitt honum hafi verið innblásin og almenn, leggur þessi tilvitnun fram nægilegar sannanir fyrir allri þeirri sérstæðu þekkingu sem Guð blæs sálunum í brjóst með yfirskilvitlegum hætti þegar honum þóknast svo. Ekki sökum þess að hann geri þetta að almennri þekkingarleið eins og hann veitti Salómon hana hvað áhrærir þessa hluti, heldur sökum þess að hann opinberara þeim ákveðnum sannleika um þá hluti sem sá spaki tilnefnir.

Það er engu að síður rétt, að Drottinn okkar veitir mörgum sálum sanna þekkingu hvað fjölmargt varðar, þrátt fyrir að þetta sé ekki í jafn ríkum mæli og það sem Salómon varð aðnjótandi. Þessi þekking er breytileg til samræmis við náðargjafir Guðs og heilagur Páll víkur að. Meðal þessa tilgreinir hann visku, þekkingu, trú, spáasagnaranda, hæfileika til að greina á milli anda, að tala tungum og að útleggja tungutal og orð (1Kor 12. 8-10). Allt eru þetta innblásnir hæfileikar og áþreifanlegir hlutir sem Guð gefur ekki hverjum sem er, annað hvort með náttúrulegum hætti eða yfirskilvitlegum.

24.11.06 @ 13:28