« Kirkjan er brúðurin sem mynduð var úr síðusári Krists, eins og Eva var sköpuð úr síðu AdamsÍ leyndum hjartans – Hugvekja á öskudag 1983 eftir Jóhannes Pál páfa II »

21.02.07

  10:19:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 363 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Sósíalistar við sama heygarðshornið að vanda: Forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi heitir því að lögleiða líknarmorð

París, 20. febrúar 2007 (LifeSiteNews.com) – Frambjóðandi sósíalistaflokksins sem vill leysa Jacques Chirac af hólmi sem forseti Frakklands í komandi kosningum í apríl hefur heitið því að lögleiða líknarmorð. Í sjónvarpsviðtali í gærkveldi sagði Ségolène Royal: „Það er tímabært að berjast fyrir þessu á opinberum vettvangi. Ég myndi lögleiða þetta til að gera fólki kleift að horfast í augu við miklar þjáningar af reisn!“

Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi hennar 10% minna en hins frambjóðandans, Nicholas Sarkozy, sem er frambjóðandi hægri manna. Kosningabaráttunni hefur verið lýst sem styrjöld um sál Frakklands vegna þess að frambjóðendurnir eru á öndverðum meiði í afstöðunni til lífsverndar og fjölskyldunnar.

Meðan Royal hefur heitið því að lögleiða „hjónabönd“ samkynhneigðs fólks og rétt samkynhneigðra til að ættleiða börn, hefur Sarkozy haldið fram fjölskylduvernd. „Fyrirmynd okkar,“ segir hann, „verður að halda áfram að vera fjölskylda gagnkynhneigðra: Börn þarfnast föður og móður.“

Sarkozy sem er núverandi innanríkisráðherra hefur jafnvel hvatt Frakka til að snúa baki við andúð og fordómum gagnvart trúnni og horfa að nýju til jákvæðra samskipta kirkju og ríkis. Í bók sinni La République, les religions, l'espérance [Lýðveldið, trúin, vonin] sem kom út á síðasta ári gagnrýndi hann harðlega „fyrri kynslóðir“ sem hafa hæðst að, fyrirlitið og gert lítið úr prestum og munkum.“

Auk þess setti hann fram þá kröfu að kirkjum yrði gert kleift að fá opinbera fjárhagsaðstoð til kærleiksþjónustu. Jafnframt því að viðurkenna að kirkjan glæði von, veitir fólki í neyð hjálp og sé almennt séð jákvætt þjóðfélagsafl, þá gagnrýndi hann þá „sem telja það eðlilegt að ríkisvaldið fjármagni fótboltavelli, söfn, leikhús og barnaheimili, en jafnskjótt og kæmi að því að reisa kirkjur legði ríkið ekki fram svo mikið sem eyrisvirði.“

No feedback yet