« „Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“„Prestvígsla kvenna felur í sér vanvirðingu gagnvart konum“ »

11.05.07

  17:58:21, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 109 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Sönn bylting kemur aðeins frá Guði“

11.5.2007. Asianews.it og Catholicnews.com „Sönn bylting kemur aðeins frá Guði, hin eina leið til að breyta heiminum.“ Svo mælti Benedikt XVI páfi í messu í São Paulo í Brasilíu þar sem yfir milljón manns voru saman komin. Í messunni tók páfi fyrsta Brasilíumanninn í tölu heilagra. „Altarissakramentið sem sameinar manninn Guði gerir kaþólikka að „flytjendum þess friðar sem heimurinn getur ekki gefið“ sagði hann. Það hjálpar fólki að ná áttum og býður heiminum „gegnsæja tilveru, tærar sálir, hreina huga sem hafna því að láta líta á sig sem hlutgervingu nautnar. [1][2]

No feedback yet