« Opið bréf til InnanríkisráðherraFrásagnir af skírlífisbrotum kaþólsks prests og einelti »

22.06.11

  06:18:19, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 129 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Látinn sóknarprestur borinn þungum sökum

Af umfjöllun Fréttatímans um meint kynferðisofbeldi innan Kaþólsku kirkjunnar er ljóst að um nokkur mál er að ræða sem betra er að halda aðskildum í umræðunni. Þar kemur að fjallað er um málefni látins sóknarprests:

Eftir þetta fór presturinn að stinga upp á því að maðurinn reyndi að öðlast frelsi frá umheiminum. Til þess að það mætti verða gæti hann afklæðst fyrir prestinn.
„Ég sagði bara bíddu nú við, nú væri hann kominn að einhverri línu. Þetta væri ekki inni í myndinni.“[1]

Á þessum þræði er fjallað um meint kynferðisbrot sóknarprests. Þeim sem vilja ræða það mál er bent á að leggja athugasemdir inn í athugasemdakerfinu hér á eftir.

Hér er fjallað um meint ástarsamband og einelti í Landakotsskóla.

Hér er fjallað um meint kynferðisbrot Georgs og Margrétar.

[1] http://frettatiminn.is/index.php/frettir/kynferdisleg_misnotkun_innan_katholsku_kirkjunnar_a_islandi

4 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Í frásögn Fréttatímans er maðurinn alltaf nefndur „Fjölskylduprestur“. Vegna þess er líklegast að um sóknarprest hafi verið að ræða. Í nýlegum gögnum frá kirkjunni kemur fram að:

Rétt er að sl. vetur fékk biskup kaþólsku kirkjunnar bréf þar sem lýst var kynferðislegri áreitni á hendur einum af prestum kirkjunnar sem þá var nýlátinn. [1]

og

Viðkomandi var boðaður til fundar með biskupi og í kjölfar var málið rannsakað innan kirkjunnar að því marki sem hægt var, en viðkomandi prestur var látinn og mörg ár liðin frá atvikinu.[2]

Hér kemur fram að viðkomandi prestur var nýlátinn í fyrravetur. Hér væri æskilegt að kirkjan greindi frá því um hvaða prest er að ræða því við skoðun á þessum texta geta a.m.k. tveir prestar komið til greina.

[1] Fréttatilkynning kirkjunnar 17. júní 2011.
[2] Bréf lögmanns kirkjunnar til Innanríkisráðherra 21. júní 2011.

22.06.11 @ 13:30
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú hefur visir.is birt frétt þess efnis að SNAP* samtökin fari fram á nafnbirtingu:

Alþjóðleg samtök fólks sem hefur verið misnotað af prestum skora á biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi að greina opinberlega frá nöfnum allra þeirra kirkjunnar manna sem misnotað hafa börn. [1]

Reyndar hefur mál “fjölskylduprestsins” ekki verið rannsakað ennþá og tæknilega séð liggur hann undir grun, en það er ljóst að heppilegast væri að birta nafnið og greina frá rannsókninni frekar en að láta landsmönnum eftir að geta sér til um hvaða prest er að ræða og hugsanlega í leiðinni varpa þannig grun á annan látinn prest.

Ef nafnið er ekki birt er ekki hægt að vænta þess að fleiri hugsanleg fórnarlömb komi fram með sögur sínar.

[1] Sjá hér: http://www.visir.is/-afsokunarbeidni-biskups-er-merkingarlaus-/article/2011110629001

*Survivors Network of those Abused by Priests

28.06.11 @ 19:35
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þau í SNAP vilja reyndar láta birta bæði nöfn og heimilisföng allra presta sem misnotað hafa börn.

En hér meðal kaþólskra er um einn slíkan að ræða, og hann er látinn.

28.06.11 @ 22:32
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú hefur Fréttatíminn rofið þögnina um nafn látna prestsins sem ásökunin beinist gegn. Það er Sæmundur F. Vigfússon, sjá bls. 2:

Eitt af málunum sem Fagráð um kynferðisbrot hefur til meðferðar og tengist kaþólsku kirkjunni beinist að séra Sæmundi F. Vigfússyni. Sæmundur var prestur í Hafnarfirði í mörg ár og aðstoðarprestur í Kristskirkju í Reykjavík.

http://www.frettatiminn.is/images/uploads/tolublod/01_Juli_2011.pdf

01.07.11 @ 06:10