« Messubókin „Missale Romanum“ þýdd á íslensku | Umburðarbréf páfa: „Efnahagslífið þarfnast siðferðisreglna til að það geti starfað eðlilega“ » |
Sunnudaginn 18. október fer fram söfnun í öllum kirkjum og kapellum Kaþólsku kirkjunnar á íslandi, sem og um allan heim til styrktar starfsemi kirkjunnar í fátækustu löndum heims.
Í tilefni af söfnuninni kynnir Missio á Norðurlöndum nú vanda fólks sem býr við matarskort og þjáist af hungri. Skóli nokkur í Suður-Afríku er grundvallaður á síræktarstefnu sem miðar að því að brauðfæða almenning. Missio styður fólkið við uppbyggingu samvinnufélaga í landbúnaði og rekur tvo skóla sem veita sérmenntun á sviði landbúnaðar og síræktar. Markmiðið er að 200 fullorðnir og börn kynnist grundvallaratriðum síræktar með það að markmiði að þau geti brauðfætt sig sjálf. Þörf er á kennurum og verkfærum til þessa verkefnis.
Árið 1992 ýtti skotinn Magnus McFarlane-Barrow verkefninu „Máltíðir Maríu“ úr vör. Starfið hófst með 200 daglegum máltíðum í Malawí en nú fá 356.000 börn í 14 fátækustu löndum heims mat og menntun daglega. Átakið er rakið til djúprar trúarlegrar reynslu sem McFarlane-Barrow varð fyrir í Medjugorje árið 1982.
Matur er keyptur á mörkuðum heimamanna og nú koma börnin í skólana því þar er maturinn, en áður komu þau ekki í skólana því þau þurftu að hjálpa til við mataröflunina. Mikill fjöldi sjálfboðaliða hjálpar til við átakið og þeir skuldbinda sig til að nota ekki meira en 6% söfnunarfjár til fjáröflunar og innan við 1% til stjórnunarstarfa. Oft eru þeir langt undir þessum mörkum.
Frétt Telegraph um McFarlane-Barrow
Heimasíða Máltíða Maríu.
Heimasíða Meðugorje.
Síða Wikipediu um Máltíðir Maríu.
RGB tók saman. Byggt á Kaþólska kirkjublaðinu, 10.-11. tbl. 2009, bls. 2-4