« 23. sunnudagur almennur, textaröð BÞeir lærðu þessa lexíu »

12.03.08

  20:50:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 431 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

SMURNING SJÚKRA EÐA SAKRAMENTI SJÚKRA

Á jarðvistardögum sínum ausýndi Jesús sjúkum mikla umhuggju og hluttekningu. Svo mjög bar hann hag þeirra fyrir brjósti, að hann mælti fyrir um sérstakt sakramenti þeim til handa. Það er nefnt "smurning sjúkra". Þetta sakramenti ætti hver sá (sem er kaþólskur) að meðtaka er þjáist af alvarlegum sjúkdómi eða er í lífshættu af völdum slyss eða þjáist af öldrunarsjúkdómum.…………

………… Áhrif þess sakramentis eru óviðjafnanleg:
1. Það færir sálinni þrek á þessari mikilvægu stund í lífi hvers manns.
2. Það veitir aflausn hinna smærri synda og jafnvel dauðasynda ef hinn sjúki hefur iðrast en er ekki fær um að skrifta - t. d. þegar hann er meðvitundarlaus.
3. Það hreinsar og fegrar sálina með hinni helgandi náð.
4. Stundum veitir hún jafnvel fullan bata, þegar það er sál hins sjúka til velferðar.
5. Það veitir hinum sjúka styrk til að bera vel þjáningar sínar, einnig kjark og hughreystingu í dauðastríðinu og frammi fyrir dómi Guðs almáttugs.

Presturinn smyr enni og hendur hins sjúka með vígðri olíu. Hin vígða olía er tákn styrks og lækningar.…………

…………Ef dauða einhvers ber bráðan að skal engu að síður sent eftir presti, þar eð óvíst er á hvaða augnabliki sálin yfirgefur líkamann. Læknavísindin fræða okkur um að stundum lifir maðurinn eftir að hjarta hans hefir stöðvast. Því mun presturinn veita sakramentið í þeirri von að maðurinn sé enn á lífi.

Vitanlega ættu aldraðir og sjúkir, þó ekki séu þeir í lífshættu, að senda eftir presti svo að hann geti fært þeim heilagt altarissakramenti.………

…………Við vitum hvorki þá stund né stað er Drottinn kallar okkur til dóms. "Betra er að forðast syndina en að óttast dauðann. Verið því ávallt viðbúin og hagið lífi yðar þann veg að dauðinn komi yður ekki að óvörum". (Tómas á Kempis).

"Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjóstast inn og stela. En safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. " (Matt 6: 19-21)

No feedback yet