« Rætt um kristin gildi og áherzlur í aðdraganda kosningaNú vill 41 Þjóðkirkjuprestur bylta kristinni kenningu með því að gifta kynhverfa! »

25.04.07

  11:54:39, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 41 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju, Biblíufræði

"Sleppum Biblíunni – notumst við nútímamódelin"!

Merkilegt er, hvernig tvöfaldur doktor í guðfræði, sérstakur Lúthers-sérfræðingur, Sigurjón Árni Eyjólfsson, getur haldið Prestastefnu-erindi, Þjóðkirkjan og staðfest samvist, án þess að vitna nokkurn tímann í eitt einasta vers í Biblíunni!

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Kirkjur sem dæma sjálfar sig til dauða með flötum skilningi:

Það er varhugavert fyrir kristnar kirkjur að hafna grundvallarþáttum trúar sinnar. Bandaríska byskupakirkjan – sem er hluti samfélags Anglíkanakirkjunnar – er gott dæmi um slíka þróun. Nú á vordögum lýsti yfirmaður hennar því yfir að hún væri ánægð með þessa þróun: „Þrátt fyrir að okkur hafi fækkað eru þeir einstaklingar hæfari sem eftir eru, bæði vel menntaðir, víðsýnir og umburðarlyndir.“ Það er fremur skondið að heyra trúarleiðtoga lýsa yfir ánægju sinni með að það fækki í hjörðinni. Eins og flestir vita samþykkir kirkja hennar bæði samkynhneigð, víxlu samkynhneigðra presta og byskupa – kaus meðal annars einn slíkan í embætti s. l. vetur – og afleiðingin hefur orðið sú að trúað fólk snýr baki við þessari sömu kirkju. Í reynd hafa aðrar kirkjur Anglíkana erlendis hótað því að vísa bandarísku Byskupakirkjunni úr samfélagi sínu.

Hugleiðingin sem fylgir með guðspjalli dagsins í dag (25. apríl) er eftir heil. Irenus frá Lyon (um 130-208). Hann kemst svo að orði:

Þrátt fyrir að kirkjan sé dreifð um allan heimsbyggðina, jafnvel allt til endimarka heimsins, þá hefur hún þegið trú á einn Guð úr höndum postulana og lærisveina þeirra, trú á almáttugan Föður: „Skapara himins, jarðar og hafsins og alls sem í þeim er“ (2M 20. 11; P 4. 24), á einn Krist Jesú, Son Guðs, sem holdgaðist vegna hjálpræðis okkar; og á Heilagan Anda sem fyrir munn spámannanna kunngjörði fyrirhugun Guðs og verðandi fæðingu meyjarinnar, píslirnar, upprisu dauðra og uppstigningu okkar elskaða Krists Jesú, Drottins okkar, í holdi til himna; og birtingu hans af himnum í dýrð Föðurins „til að leggja allt undir fætur honum“ (Ef 1. 22). Þetta gerði hann til að allt hold mannkynsins risi upp að nýju og með hliðsjón af vilja hins ósýnilega Föður, að „fyrir nafni Krists Jesú, Frelsari okkar og Konungs, skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa“ (Fl 2. 10-11) nafn hans og hann myndi kveða upp réttlátan dóm yfir öllum . . .

Eftir að kirkjan meðtók predikun hans og trú og þrátt fyrir að vera dreifð um allan heiminn, hefur hún varðveitt þetta af kostgæfni rétt eins og hún byggi í einu og sama húsinu. Hún trúir einnig á þessa hluti rétt eins og hún hafi „eitt hjarta og eina sál“ (P 4. 32). Þetta boðar hún og kennir og lætur öðrum í té í fullkominni samhljóðan, rétt eins og munnur hennar sé einn og samur. Þrátt fyrir að tungumál heimsins séu fjölmörg er styrkur arfleifðarinnar einn og samur. Þær kirkjur sem stofnaðar hafa verið í Germaníu trúa ekki á né miðla neinu öðru en hinu sama og kirkjurnar á Spáni eða í Gallíu eða þær sem eru í austri, í Egyptalandi eða í Líbýu eða þær sem skotið hafa rótum í miðju heimsins [Palestínu]. Rétt eins og sólin sem sköpun Guðs er ein og hin sama um allan heim, þá skín predikun sannleikans alls staðar og upplýsir alla menn sem fúsir eru til að öðlast þekkingu á sannleikanum.

Orð kirkjuföðurins varpa ekki síður ágætu ljósi á heilaga arfleið kirkjunnar á okkar eigin tímum vegna þess að hún boðar sömu trú enn í dag. Kirkjur sem hafna þessari arfleifð – eins og til að mynda íslenska Þjóðkirkjan gerir – verða að horfast í augu við sama vandamálið og meðlimir Byskupakirkjunnar í Bandaríkjunum. Íslenska Þjóðkirkjan hefur vikið út af ýmsum grundvallarkenningum Krists eins og til að mynda hvað áhrærir hjónabandið. Meðlimir hennar geta gifst eins oft og þeim þóknast og gildir það bæði um leikmenn hennar og presta. Hér er aðeins tekið eitt dæmi af fjölmörgum öðrum. Nú á Húsavíkurdögunum stendur hún frammi fyrir því að taka afstöðu til „vígslu“ samkynhneigðra og ákafir talsmenn þessarar afstöðu innan hennar úr röðum presta telja slíkt – eins og yfirmaður Byskupakirkjunnar í Bandaríkjunum – að slíkt berði vott um víðsýni og mannkærleika.

Tja. Mikið megum við kaþólskir vera Guði þakklátir að þurfa ekki að styðjast við „hierakiskan eða stigveldis og flatan skilning“ lúterskra „á sambúðarformum.“

Það er líka gleðilegt til þess að hugsa að meðlimum kaþólsku kirkjunnar fer fjölgandi. Þannig gengu nýir meðlimir í kaþólsku kirkjuna í öllum 192 sóknunum í Bandaríkjunum um páskana. Í Bretlandi fjölgar nýjum prestnemum nú fimmta árið i röð og þar er kaþólska kirkjan aftur orðin fjölmennust, stærri en Anglíkanakirkjan.

25.04.07 @ 12:27
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Nei, Jón, ég held hún sé alls ekki orðin fjölmennust að meðlimatölu, en ef þú átt hins vegar við messusóknina, þá er það rétt, að hún er að heildartölu til meiri hjá kaþólskum þar. Ein ástæða þeirrar breytingar er mikill fjöldi innflytjenda, einkum pólskra. – En þakka þér innlegg þitt.

25.04.07 @ 13:41
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Jú Jón Valur. Í ár varð kaþólska kirkjan fjölmennasta kirkjudeildin á Bretlandseyjum í fyrsta skipti eftir siðaskipti. Fletti upp á þessu þegar mér gefst tími. En rétt áðan bárust þær fréttir frá Húsavík að tillaga ofurfrjálsyndisprestanna var felld með miklum atkvæðamun.

25.04.07 @ 14:27
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Já, það er fagnaðarefni, ég hef þegar fjallað um það á Moggabloggi. Svo verður sér-verkefni að fjalla um hina einkennilegu meðferð fréttarinnar í hinum ýmsu fjölmiðlum!

Ég hafði líka séð frétt um þetta um fjölda meðlima kirknanna frá Bretlandi; athugum það betur seinna.

25.04.07 @ 21:37
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution free blog software