« Maðurinn sem leitaði GuðsLjós og myrkur »

29.02.08

  18:54:55, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 204 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Slepptu takinu!

Ein af uppáhaldssögum mínum um traust á Guð, er frásögn af manninum sem gekk eftir háum klettavegg. Til allrar óhamingju rann hann til og féll fram af klettabrúninni. Honum tókst þó að grípa í trjágrein.

En þá gerði maðurinn sér grein fyrir því að hann gat ekki híft sjálfan sig upp og var smátt og smátt að missa takið. Fyrir neðan hann var hundrað metra fall! Hann fór því að biðja ákaft:
"Guð, ertu þarna - þú verður að hjálpa mér?"
Maðurinn endurtók þetta í sífellu.

Í fyrstu gerðist ekkert, en þá svaraði Guð og sagði:
"Já, hvað viltu?"

"Guð, þú verður að hjálpa mér - en flýttu þér."

Guð svaraði: "Lofarðu að gera hvað sem ég bið þig um?"

"Já, auðvitað, en þú verður að flýta þér að hjálpa mér,"

"Lofarðu í raun og veru að gera hvað sem ég bið um?"

"Já, hvað sem er - segðu mér bara hvað ég á að gera - en hjálpaðu mér?

"Allt í lagi", sagði Guð. "Ef þú vilt að ég bjargi þér,
slepptu þá takinu!"

No feedback yet