« Fagráð gegn kynferðisofbeldi skipaðViðbrögð við birtingu skýrslu Rannsóknarnefndar Kaþólsku kirkjunnar »

03.11.12

  15:41:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 41 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Skýrsla Rannsóknarnefndarinnar komin á netið

Skýrsla Rannsóknarnefndar Kaþólsku kirkjunnar er komin á netið og hægt er að nálgast hana hér á þessum tengli: http://kirkju.net/media/Skyrsla.pdf

Vefur kirkjunnar var óvirkur vegna bilunar og ég bauð vefumsjónarmanninum að birta hana hér til að hún gæti komið fyrir almennings sjónir.

5 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er hræðilegur lestur (er kominn svolítið áleiðis með vissa kafla), en ég þakka þér, Ragnar, að birta hér skýrsluna í heild.

03.11.12 @ 20:55
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón. Ég er búinn að lesa skýrsluna einu sinni yfir en hún er bæði yfirgripsmikil og ítarleg og það er ljóst að einn yfirlestur er ekki nóg, það mun taka einhvern tíma að vinna úr þessu.

Varðandi meint afbrot Georgs og Margrétar virðist ljóst að biskuparnir Frehen, Jolson og Gijsen gerðu sér grein fyrir því að ekki var allt með felldu og hefðu allir átt að grípa til mun harðari aðgerða en þeir gerðu - því miður. Reyndar kemur fram að fyrsta dæmi um ofbeldi Georgs er eftir að hann kemur til Íslands haustið 1956 svo líklegt er að grunur hafi fallið á hann fyrr. Á bls. 60 segir t.d.:

“Fyrsta dæmið um ofbeldið er frá 1956 eða sama ári og séra George kom til Íslands”

Niðurstöður skýrslunnar og ábendingar um úrbætur eru einnig ítarlegar og á þeim eru margir fletir sem þarf að vinna vel úr.

Þar eru m.a. ábendingar um stefnumótun, siðareglur, um bakgrunnsathuganir umsækjenda/sjálfboðaliða, verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi, forvarnir, kynningu, fræðslu, og þjálfun. Kaflinn um verlagsreglur er í 4 liðum: Almennt um fyrstu viðbrögð, fagráð um meðferð ofbeldisbrota, ráðstafanir gagnvart geranda, aðstoð og þjónusta við þolanda.

Það er ljóst að kirkjunnar bíður töluverð vinna við að hrinda þessu í framkvæmd en þetta þarf auðvitað að gerast eins fljótt og auðið er.

Einnig eru allmargar athugasemdir og ábendingar um skráningu og meðferð upplýsinga sem biskupinn hlýtur að þurfa að taka til skoðunar.

04.11.12 @ 07:59
Athugasemd from: Friðjón Steinarsson
Friðjón Steinarsson

Hljóp yfir þessa skýrslu, ekki fallegur lestur, skýrslan samt vel gerð og vonandi einungis þess valdandi, að betur fari í allri framtíð.

04.11.12 @ 15:41
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Friðjón. Ég er sammála þessu sjónarmiði.

04.11.12 @ 18:37
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég hef átt við skæðan tölvuvanda að stríða og vart komizt til neins bloggs síðustu daga, en mér ofbýður fréttaflutningur Rúv um málið, t.d. að klína í bland alvarlegri ásökun (um illa kennsluhætti Margrétar) og stóralvarlegri ásökun (um yfirhylmingu kynferðisofbeldis) á alla fjóra biskupana í kvöld, þ.m.t. Hinrik biskup Frehen sem engin sönnun er fyrir að hafi vitað neitt af meintum kynferðisafbrotum séra Georgs.

Þetta kemur ekki á óvart úr þeim ranni Rúv, og miklu fleira þarf að athuga af þessum málum, áður en menn fara að kveða upp sleggjudóma. En vanhæfi Margrétar virðist a.m.k. margsannað af fjölda vitna, sem og skaðsamleg áhrif hennar á marga nemendur, en Georg hylmdi ítrekað yfir með henni.

Með þessum orðum er ég ekki að fullyrða, að ekki hafi enn ljótari hlutir gerzt þarna, en ég bíð færis til að skoða skýrsluna miklu betur. Hitt skal minnt á, að dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson afsannaði rækilega þá staðhæfingu, að faðir Angelu hafi kvartað til Hinriks biskups yfir meintri kynferðismisnotkun séra Georgs. Nefndin leysti EKKI á réttan hátt úr því máli, heldur skellti bara sök á næsta biskup á undan!

06.11.12 @ 02:47