« Kirkjutónlist í RÚV - Sjónvarpi um jólinMerki krossins, 2. hefti 2006 er komið út »

25.12.06

  19:23:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 210 orð  
Flokkur: Dulhyggja

Albert Einstein: Skynjun hins dulúðuga er rót allra vísinda

„Hin fegursta og dýpsta tilfinning sem við getum upplifað er skynjun hins dulúðuga. Hún er rót allra sannra vísinda. Sá sem er ókunnugur þessari tilfinningu, sá sem getur ekki lengur undrast og staðið frá sér numinn í óttablandinni lotningu er svo gott sem dauður. Að vita að það sem er óskiljanlegt okkur sé til og það birtist í æðsta vísdómi og hinni æðstu útgeislandi fegurð sem okkar daufu gáfur geta aðeins skilið í sinni frumstæðustu mynd - þessi þekking, þessi tilfinning er miðlæg í sannri trúrækni“ [1]

„The most beautiful and most profound emotion we can experience is the sensation of the mystical. It is the sower of all true science. He to whom this emotion is a stranger, who can no longer wonder and stand rapt in awe, is as good as dead. To know that what is impenetrable to us really exists, manifesting itself as the highest wisdom and the most radiant beauty which our dull faculties can comprehend only in their most primitive forms—this knowledge, this feeling is at the center of true religiousness.“

Albert Einstein. Úr bókinni The Universe and Dr. Einstein by Lincoln Barnett, útg. af William Morrow Co., New York, 1948, Bls. 105-106.

8 athugasemdir

Matthías Ásgeirsson

“Ég trúi ekki á persónulegan Gvuð, þessu hef ég aldrei neitað heldur haldið skýrt fram. Ef það er eitthvað í mér sem kalla mætti trúarlegt er það ótakmörkuð aðdáun á byggingu heimsins eins og vísindin opinbera.”

Albert Einstein, 1954, Albert Einstein: The Human Side, ritstýrt af Helen Dukas and Banesh Hoffman, Princeton University Press

It was, of course, a lie what you read about my religious convictions, a lie which is being systematically repeated. I do not believe in a personal God and I have never denied this but have expressed it clearly. If something is in me which can be called religious then it is the unbounded admiration for the structure of the world so far as our science can reveal it.

25.12.06 @ 19:33
Matthías Ásgeirsson

Ég er sannfærður um að sum pólitísk og félagsleg starfssemi Kaþólski kirkjunnar eru vil vansa og jafnvel hættuleg fyrir samfélagið í heild sinni, hér og allsstaðar. Ég nefni hér einungis baráttuna gegn getnaðarvörnum á tíma þegar offjölgun í ýmsum löndum er orðið alvarleg ógnun við heilsu fólks mikil hindrun á vegi friðar í heiminum

I am convinced that some political and social activities and practices of the Catholic organizations are detrimental and even dangerous for the community as a whole, here and everywhere. I mention here only the fight against birth control at a time when overpopulation in various countries has become a serious threat to the health of people and a grave obstacle to any attempt to organize peace on this planet. [Albert Einstein, letter, 1954]

25.12.06 @ 19:37
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Athyglisverðar tilvitnanir í Albert Einstein sem þú kemur hér með. Ég fæ nú samt ekki séð að þær séu í neinni mótsögn við þá fyrstu enda vart að búast við miklum mótsögnum frá þeim manni.

25.12.06 @ 19:41
Matthías Ásgeirsson

Þessar tilvitnanir voru hugsaðar sem mótvægi við þá fyrstu - en ekki til að afsanna hana eða ógilda á nokkurn hátt.

Einstein var ekki trúaður, a.m.k. er ljóst að hann trúði ekki á persónulegan gvuð.

25.12.06 @ 22:04
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ekki hefur Einstein trúað á persónulegan guð/Guð, það hlýtur að standast skv. þessum tilvitnunum. En fróðlegt væri að vita, hvort hann hafi trúað á ópersónulegan (t.d. vilja- eða vitsmunalausan) guð, eins og dæmin eru um í panþeisma (því viðhorfi, að allt, þ.e. öll veröldin, sé guð) og panenþeisma (þeirri hyggju, að eitthvað guðlegt sé í öllu). Undir þetta hygg ég falli t.d. hin ópersónulega hugmynd brahmanismans innan hindúismans og afstaða sumra vestrænna heimspekinga. Hvað um Einstein? Annars er hann fyrir mér ekki átorítet á sviði trúarheimspeki, heldur í eðlis- og kjarnorkufræði, sem er allt annar handleggur.

26.12.06 @ 01:44
Guðmundur D. Haraldsson

Ég er týndur. Hvað á þessi tilvitnun í Einstein að standa fyrir? Hver er túlkun þín, Ragnar, á henni? Ég er pínu forvitinn…

03.01.07 @ 18:23
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Tilvitnunin í Einstein talar sínu máli best sjálf og hæpið að ég geti varpað neitt bjartara ljósi á málið en hann gerir sjálfur, en fyrst þú biður mig um þetta þá skal ég reyna. Mér sýnist Einstein vera að segja að sá sem ekki getur lengur undrast frammi fyrir hinu dulúðuga og staðið frá sér numinn í lotningu sé haldinn eins konar andlegri deyfð, þ.e.í fyrri hluta tilvitnunarinnar virðist felast áskorun um að hlutina beri að skoða með opnum huga en ekki fyrirfram gefnum væntingum sem gera virkað hamlandi á sönn vísindi.

Síðari hlutinn er meira trúartengdur og það er athyglisvert að hann lítur þannig á að þessi tilfinning vísindamannsins, þessi upplifun gagnvart hinu dulúðuga sé miðlæg í sannri trúrækni. Þannig líkir hann þekkingarleit með opnum huga saman við hið besta í sannri trúrækni.

03.01.07 @ 21:44
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er athyglisvert að bera þessa tilvitun í Einstein saman við þessa tilvitnun í páfa: [Tengill].

04.01.07 @ 18:51