« Ný bók eftir páfa kemur út 16. aprílMóðgandi myndatexti um Píus páfa XII á ísraelsku safni »

13.04.07

  19:50:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 46 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Skortur á meinlætaaga orsakaði trúarlega hnignun“

13.4.2007 (CWNews.com) - Misnotkunarmálin innan kaþólsku kirkjunnar orsökuðust aðallega af skorti á meinlætaaga, sérstaklega innan klerkastéttarinnar. Þetta er niðurstaða höfunda nýrrar bókar um málin þar sem niðurstöður rannsókna eru dregnar saman: [1]

2 athugasemdir

Athugasemd from: Gunnar Friðrik Ingibergsson
Gunnar Friðrik Ingibergsson

Ég hef kommentað á nokkra pósta hérna hjá ykkur og þessi er athyglisverð. Það er sorglegt að vita til þess að prestar hvort sem þeir eru kaþólskir eða lútherstrúar misnota börn og gegn guðsorði. En maður veltur því stundum fyrir sér kaþólska kirkjan leyfi prestum að giftast. Ekki endilega til að koma í veg fyrir misnotkun á börnum heldur til að vera eins og allir aðrir menn , Hvað finnst þér Ragnar um þetta?

16.04.07 @ 21:46
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er ekkert sem bendir til á þessari stundu að kaþólska kirkjan muni breyta út af þessari venju. Kaþólskir prestnemar vita að hverju þeir ganga. Flestir láta vígjast en þó ekki allir. Vígðir prestar geta fengið að kvænast en þeir hætta þar með prestskap. Djáknarnir mega kvænast en ekki nema einu sinni, þ.e. ef kona þeirra fellur frá þá mega þeir ekki ganga að eiga aðra.

17.04.07 @ 21:51