« „Leyfið börnunum að koma til mín.“Miskunnarbæn Heil. Faustína Kowalska (1905-1938). »

17.08.07

  08:37:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 351 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

Sköpuð í elsku til að elska

Úr ávarpi Benedikts páfi XVI á Fimmta heimsdegi fjölskyldunnar í Valencía á Spáni, 8. júlí 2006:

„Guð sem er elska og sem skapaði manninn og konuna í elsku hefur kallað þau til að elska. Með sköpun mannsins og konunnar kallaði hann þau til að lifa í elskuríku samfélagi í hjónabandinu. „Þannig eru þau ekki lengur tvö heldur eitt hold“ (Trúfræðsluritið, 337). Þetta er sá sannleikur sem kirkjan boðar heiminum stöðugt. Hjartfólginn forveri minn, Jóhannes Páll páfi II sagði „að maðurinn hefði verið skapaður í líkingu Guðs“ (1M 1. 27) ekki einungis sem mennskur einstaklingur, heldur einnig í því persónulega sambandi sem karlinn og konan hafa lifað í frá upphafi.  Þau verða að ímynd Guðs með fyllri hætti í samfélagi sínu fremur en sem einstaklingar (14. nóvember 1979) . . .

Fjölskyldan er tengiliður á milli einstaklinga og samfélagsins og ekkert getur komið fyllilega í stað hennar. Sjálf fjölskyldan grundvallast á innilegu sambandi milli eiginmanns og eiginkonu sem styrkt er með ástúð og gagnkvæmum skilningi. Til þess að þetta sé unnt öðlast hún mikla hjálp frá Guði í hjónabandssakramentinu sem felur í sér sanna köllun til heilagleika. Einungis að börn okkar mættu sannreyna betur hversu foreldrar þeirra eru samstíga í ástúð sinni, fremur en að horfa upp á ósætti og sundrungu vegna þess að elskan á milli föður og móður er uppspretta mikils öryggis fyrir börnin og uppfræðir þau um fegurð trúfastrar og varanlegrar elsku.

Fjölskyldan felur í sér ómissandi gæði fyrir fólk og er óhjákvæmilegur grundvöllur þjóðfélagsins og mikill fjársjóður hjóna sem endist ævilangt. Hún felur í sér einstæð gæði fyrir börn sem ætlað er að verða að ávöxtum elskunnar, algjörrar og fúsrar sjálfsfórnar foreldranna. Það felur í sér mikla ábyrgð að boða allan sannleikann um fjölskylduna sem grundvallast á hjónabandi kirkjunnar og helgi lífsins sem við verðum öll að taka þátt í.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta er falleg tilvitnun í Benedikt páfa. Ekki kemur á óvart að þarna er mikill samhljómur við nýlegt hirðisbréf kaþólskra biskupa Norðurlanda sem finna má hér: [1]

17.08.07 @ 16:58
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Sammála þér Ragnar enda snertu þau mig djúpt þegar ég las þau.

17.08.07 @ 17:33