« Merki krossins, 2. hefti 2006 er komið út | Hverjir þarfnast jólagjafa þessi jól? » |
Independent Catholic News greinir frá því að skóli í Betlehem sem opinn er börnum múslima, kristinna og gyðinga hafi sent út hjálparbeiðni eftir að hafa fengið fréttir af því að hluti skólabyggingarinnar verði að víkja fyrir 'öryggisveggnum' svonefnda sem verið er að byggja umhverfis þorpið.
Þrátt fyrir bráðum átta ára mótmæli hafa komið fyrirmæli frá ísraelska hernum um að rífa skuli mötuneyti skólans. Að sögn skólastjórans getur þetta þýtt að sumir nemendanna komist ekki í skólann. [1] Nýlega fóru breskir kirkjuleiðtogar þess á leit við söfnuði í heimalandi sínu að biðja fyrir Betlehem. Þetta gerðu þeir í kjölfar samkirkjulegrar pílagrímsferðar þangað núna á jólaföstunni. [2]
[1] Independent Catholic News Multifaith school in Bethlehem faces demolition. Independent Catholic News. 14. des. 2006.
[2] Pilgrims urge prayer for 'little town of Bethlehem' Independent Catholic News. 14. des. 2006.