« LEIÐIR TIL AÐ KOMAST TIL ÞEKKINGAR Á GUÐI“Ég hef mína barnatrú!” »

26.04.06

  20:55:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 446 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Skilningur á Ritningunni

115. Samkvæmt fornum trúarhefðum má hafa tvenns konar skilning á Ritningunni: bókstaflegan og andlegan. Sá andlegi greinist í allegórískan, siðferðilegan og anagógískan skilning. Hið djúpstæða samræmi sem er á milli þessara fjögurra skilninga tryggir hinni lifandi túlkun Ritningarinnar í kirkjunni alla auðlegð þeirra.

116. (110-114) Hinn bókstaflegi skilningur. Hann er merkingin sem orð Ritningarinnar hafa og biblíuskýrendur uppgötva eftir sönnum túlkunarreglum: “Allur annar skilningur á Heilagri Ritningu byggist á hinu bókstaflega.” [83]

117. (1101) Hinn andlegi skilningur. Þar eð fyrirætlun Guðs er ein, er það ekki einvörðungu texti Ritningarinnar sem getur verið tákn, heldur einnig þeir raunveruleikar og þeir atburðir sem hann fjallar um. 1. Hinn allegóríski skilningur. Við getum öðlast dýpri skilning á atburðum með því að þekkja merkingu þeirra í Kristi; þannig er gangan í gegnum Rauðahafið tákn um sigur Krists og einnig um kristna skírn. [84] 2. Hinn siðferðilegi skilningur. Atburðirnir sem Ritningin segir frá ætti að fá okkur til að breyta rétt. Eins og heilagur Páll segir voru þeir ritaðir “til viðvörunar oss”. [85] 3. Hinn anagósíski skilningur (gríska: anagoge, “leiðandi”). Við getum skoðað allan raunveruleika og atburði í ljósi eilífrar merkingar þeirra, að þeir leiði okkur í átt að sönnu föðurlandi okkar: þannig er kirkjan á jörðu tákn um hina himnesku Jerúsalem. [86]

118. Tvíhenda frá miðöldum dregur saman merkingu hinna fjögurra skilninga: Bókstafurinn talar um gjörðirnar; allegórían um hvað skal trúa; Hið siðferðilega um breytnina; anagógían um hlutskipti okkar. [87]

119. (94, 113) “Það er hlutverk biblíuskýrenda að starfa í samræmi við þessar reglur til að auka skilning og skýra betur merkingu Heilagrar Ritningar þannig að rannsóknir þeirra aðstoði kirkjuna við að kveða upp fastmótaðri dóma. Því að allt sem hefur með túlkun Ritningarinnar að gera er að endingu háð dómi kirkjunnar en hjá henni er hið guðdómlega umboð og þjónusta að hafa eftirlit með Orði Guðs og túlka það.” [88] Ég tryði ekki á guðspjallið hefði myndugleiki kaþólsku kirkjunnar ekki fengið mig til þess. [89]

______

83 Hl. Tómas frá Akvínó, Sth I, 1, 10, ad 1.
84 Sbr. 1Kor 10:2.
85 1Kor 10:11; sbr. Heb 3-4:11.
86 Sbr. Opb 21:1-22:5.
87 Lettera gesta docet, quid credas allegoria, moralis quid agas, quo tendas anagogia. Ágústínus frá Dacia, Rotulus pugillaris, I: útg. A. Walz: Angelicum 6 (1929) 256.
88 DV 12 § 3.
89 Hl. Ágústínus, Contra epistolam Manichaei, 5, 6: PL 42, 176.

______

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet