« KrosshólaborgHin Drottinlega bæn Faðir vor »

16.07.10

  20:12:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 97 orð  
Flokkur: Samkirkjuleg málefni, Trúin og menningin

Skálholtshátíð verður helgina 17.-18. júlí

Skálholtshátíð verður dagana 17. og 18. júlí en hún er haldin þann sunnudag sem næstur er Þorláksmessu á sumri sem er 20. júlí. Þann dag árið 1198 voru bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar tekin úr jörðu og skrínlögð.

Morgunsöngur verður báða dagana kl. 9 í kirkjunni og aftansöngur kl. 18.

Laugardaginn 17. júlí verður erindi um tíðabæn kl. 14. Kl. 15 verður flutt Skálholtsmessa eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Kl. 17 verður hljóðfæratónlist frá lokum endurreisnartímans.

Sunnudaginn 18. júlí verður hátíðarmessa kl. 14. Í upphafi messunnar koma þeir á staðinn sem tekið hafa þátt í pílagrímsgöngu frá Þingvöllum. Dagskránni lýkur með hátíðarsamkomu í kirkjunni.

Heimild: Dagskráin - fréttablað Suðurlands, 15. júlí 2010 bls. 8.

No feedback yet