« Opið bréf til Þórðar Sveinssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna í HafnarfirðiRefsivöndur Evrópu? - Hvernig brotthvarfið frá kristindóminum mun leiða til upplausnar »

19.04.06

  15:07:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 651 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar

Guðspjall Jesú Krists þann 20. apríl er úr Lúkasarguðspjalli 24. 35-48

35 Hinir sögðu þá frá því, sem við hafði borið á veginum, og hvernig þeir höfðu þekkt hann, þegar hann braut brauðið. 36 Nú voru þeir að tala um þetta, og þá stendur hann sjálfur meðal þeirra og segir við þá: „Friður sé með yður!“ 37 En þeir skelfdust og urðu hræddir og hugðust sjá anda. 38 Hann sagði við þá: „Hví eruð þér óttaslegnir og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar? 39 Lítið á hendur mínar og fætur, að það er ég sjálfur. Þreifið á mér, og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þér sjáið að ég hef.“ 40 Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og fætur. 41 Enn gátu þeir ekki trúað fyrir fögnuði og voru furðu lostnir. Þá sagði hann við þá: „Hafið þér hér nokkuð til matar?“ 42 Þeir fengu honum stykki af steiktum fiski, 43 og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim. 44 Og hann sagði við þá: „Þessi er merking orða minna, sem ég talaði við yður, meðan ég var enn meðal yðar, að rætast ætti allt það, sem um mig er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum.“ 45 Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar. 46 Og hann sagði við þá: „Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi, 47 og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem. 48 Þér eruð vottar þessa.

Hugleiðing
„Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar.“ Okkur er um megn að skilja boðskap hl. Ritninga (líka Gamla testamentisins) án þess að Jesú ljúki upp huga okkar til að skilja þær. Því liggur beinast við að biðja hann um að gefa okkur þennan skilning ef við höfum hann ekki til að bera og þá verður okkur speki þeirra ljós, einnig Gamla testamentisins.

Hlustum á hl. Pétur Chrysologus (um 406-450), biskup í Ravenna og kirkjufræðara: „Uppreisnargjarnir menn höfðu spillt friðnum á jörðu . . . og varpað niður í óreiðu frumsköpunarinnar. Stríð geisaði einnig meðal lærisveinanna. Trú og efasemdir háðu miskunnarlaust stríð á hendur hvort öðru. Þar sem stórviðrið geisaði fundu þeir hvergi fríðarhöfn, hvergi skjól fyrir vindum.

Þegar þeir sáu Krist sem kannar djúp hjartnanna, sem stjórnar vindum loftsins, sem er Herra freistinganna og umbreytir ólgusjó í blíðviðri, styrkti hann þá með friði og sagði: „Friður sé með yður! Það er ég, óttist ekki. Það var ég sem var krossfestur, sem var dáinn, sem var grafinn. Það er ég sem er Guð ykkar sem varð maður. Það er ég sem lifi meðal hinna dauðu, sá sem kom af himnum í hjörtu vítis. Það var mig sem dauðinn flúði, sem víti stendur ógn af. Í skelfingu sinni sagði víti að ég væri Guð. Óttast ekki Pétur, þú sem afneitaðir mér, eða þú Jóhannes, sem lagðir á flótta eða allir þíð sem yfirgáfuð mig, Þið sem hugsuðuð ekki um neitt annað en að framselja mig og trúið ekki á mig, þrátt fyrir að þið sjáið mig. Óttist ekki, þetta er ég í raun og veru. Ég hef kallað á ykkur í náð minni, Ég hef útvalið ykkur! Ég hef útvalið ykkur með fyrirgefningu minni. Ég hef borið ykkur á höndum mér með samúð minni. Ég hef borið ykkur í elsku minni og í dag tek ég á móti ykkur sökum gæsku minnar“ (Hugvekja 81).

No feedback yet