« HEILAGUR ANDI OG KIRKJAN Í HELGISIÐUNUMRómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja Vesturlanda »

10.05.08

  21:19:58, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 130 orð  
Flokkur: Bænir

Sekvensía

Kom þú, Heilagur Andi,
og send ljósgeisla þinn
frá himnum.

Kom þú, faðir fátækra,
þú gjafari gæðanna
og ljós hjartnanna.

Hjálparinn besti,
ljúfi gestur sálarinnar,
ljúfa hressing hennar.

Hvíld hennar í erfiði,
forsæla í hitum,
huggun í sorgum.

Þú blessaða ljós,
lát birta til í hugskoti
fylgjenda þinna.

Án þinnar velvidar
er maðurinn ekkert,
án þín er ekkert ósaknæmt.

Lauga það sem er saurgað,
vökva það sem er þornað,
græð það sem er í sárum.

Mýktu það sem er stirðnað,
vernda það sem er kolnað,
réttu úr því sem miður fer.

Gef fylgjendum sem treysta þér
þínar heilögu sjöföldu gjafir.
Veit þeim umbun dyggða,
farsæld og ævarandi fögnuð. Amen.

No feedback yet