« J’ accuse – ég ásakaÚtgefandi og stofnandi tímarits fyrir lesbískar blökkukonur snýr baki við samkynheigð til að „gefa Guði hjarta sitt og sál – eftir Meg Jalsevac »

06.03.07

  09:52:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 281 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Sænskir trúarleiðtogar vara við „fósturdeyðingarparadís“

STOKHÓMUR, Svíþjóð, 4. mars 2007 (Zenit.org). – Kristnir trúarleiðtogar í Svíþjóð vara við því að Svíþjóð verði breytt í „fósturdeyðingarparadís,“ eftir að ríkisstjórninn lagði til að konum af erlendum uppruna yrðir heimilað að koma til Svíþjóðar til að fara í fósturdeyðingu á síðari stigum meðgöngu.

S. l. sunnudag skrifuðu Anders Arborelius, kaþólski byskupinn í Stokkhólmi og leiðtogi sænsku Hvítasunnukirkjunnar, Sten Gunnar Hedin, grein í eitt af víðlesnustu dagblöðum Svíþjóðar þar sem þeir fordæmdu þessa ráðagerð stjórnvalda.

Göran Hägglund úr Kristilega demókrataflokknum hefur stutt þessa áætlun sænskar heilbrigðisyfirvalda til að heimila erlendum konum að fara í fósturdeyðingar í Svíþjóð þegar lögin í þeirra eigin heimalandi eru strangari.

„Við sjáum okkur knúða til að hvetja kristna kjósendur til að kjósa ekki samsteypustjórnina í kosningunum 2010,“ skrifuðu þessir trúarleiðtogar. „Sem kristnum einstaklingum ber okkur skylda til að standa vörð um mannhelgina.“

Þeir héldu áfram: „Sem kristnir einstaklingar höfum við þungar áhyggjur af því að sænska ríkisstjórnin er að undirbúa lög sem heimila erlendum konum að koma hingað í fósturdeyðingu á síðari stigum meðgöngu.

Sem kristnir einstaklingar hvetjum við heilbrigðis- og félagsmálaráðherrann til að gera Svíþjóð ekki að fósturdeyðingarparadís . . . Við biðjum stjórn jafn auðugs ríkis og Svíþjóðar til að gera meira fyrir þær konur sem þarfnast hjálpar til að ala börn, bæði í okkar eigin landi og erlendis.“

ZE07030420/JRJ

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Með þessu ætla Svíar greinilega að feta í spor Svisslendinga sem komið hafa á fót líknarmorðaparadís eða „ferðamannaiðnaði“.

En meðal annarra orða: Hvenær kemur að því að til verði stjórnmálaafl á Íslandi sem stendur vörð um rétt ófæddra barna.

Eitt er víst. Í þingkosningunum í maí næstkomandi ætla ég að skila auðu vegna þess að allir stjórnmálaflokkar landsins styðja dyggilega DAUÐAMENNINGU veraldarhyggjunnar, ef ekki í orði, þá á borði. VERKIN TALA!

06.03.07 @ 10:00
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér þessa grein og þín einörðu orð, Jón Rafn. Þetta eru sorglegar fréttir af áformum sænskra stjórnvalda og þá ekki sízt af meðvirkni Görans Hägglund úr Kristilega demókrataflokknum!!! Það er naumast, að sá maður er orðinn ókristilegur á þessum síðustu og verstu dögum. En trúr vitnisburður og málsvörn fyrir hina ófæddu af hálfu tveggja þeirra megin-kirkjuhreyfinga, sem hvað mest eru lifandi og virkar í kirkjusókn og kirkjustarfi nú um stundir (þ.e. kaþólska kirkjan og hvítasunnukirkjan), er hins vegar fagnaðarefni.

Stofnanakirkjan með sínum vellaunuðu atvinnuprestum hefur víða orðið hugdeig að ljúka upp munni sínum fyrir hina ófæddu, þrátt fyrir 139. Davíðssálm, 1. kafla Lúkasarguðspjalls og allt það annað sem talar í þessa eindregnu átt í Biblíunni sem og fornkristinni, samfelldri kenningu kirkjunnar allt frá Didache. Kaþólska kirkjan, sú orþódoxa, hvítasunnumenn og margir frjálsu söfnuðirnir hafa hins vegar staðið vörð um kristið siðferði í þessu máli. Og alveg eins og eignaryfirráð kvótamanna yfir fiskinum í sjónum er enginn óumbreytanleg staðreynd, eins og menn sjá af yfirstandandi umræðum um stjórnarskrárákvæði til að staðfesta þjóðareign á fiskinum í landhelginni, þannig er það heldur ekkert óbreytanlegt ástand, að fósturdeyðingalögin frá 1975 fái að standa. BURT MEÐ ÞAU OG ALLT ÞAÐ RANGLÆTI ! Og kjósum ekki þá, sem með þeim standa. Sú leið, bænin og heitstrenging hjarta okkar að duga í þessu máli, er byrjunin á þeirri atburðarás, að hnekkt verði þessum lögum meðal þjóðarinnar og á Alþingi.

06.03.07 @ 12:24
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Rétt er þetta og vel mælt nafni. Sama mynstrið kemur fram hér á Íslandi og annar staðar í heiminum: Kaþólska kirkjan, Hvítasunnumenn og Orþodoxar.

Þögn Þjóðkirkjunnar á Íslandi stafar vafalaust af blygðunarsemi andspænis krossi Krists. Hann samræmist illa ofurfrjálslyndisguðfræði póst-módernískrar afstæðishyggju og afstöðu ríkisstjórnar frímúrarareglunnar, eða eins og þeir segja sjálfir: ÞETTA ER SVO GOTT, ALLT SAMAN ER ÞETTA SVO GOTT!

06.03.07 @ 13:17
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég vil bæta við að annað hvort játar einstaklingurinn endurlausn sína fyrir heilagt blóð Drottins Jesú Krists krossfests eða hann játar hana ekki!

Hér er ekki um neitt annað hvort eða að ræða, heldur skilyrðislausa játningu og jafnframt hlýðni við boðorð Drottins.

Hvítasunnumenn eiga hrós skilið fyrir einlægni játningar sinnar á mátt blóðsins sem er hin kristna OPINBERUN.

Kristnir stjórmálamenn eins og hinn sænski Göran Hägglund sem bregðast á örlagastund hafa einfaldlega brugðist skyldum sínum sem kristnir menn, jafnvel þó að það geti valdið stjórnarslitum í samsteypustjórn eins og þeirri sænsku.

Bandaríska byskuparáðið hefur sett slíka stjórnmálamenn „út af sakramentinu,“ það er að segja þeim er óheimilt að meðtaka Evkaristíuna!

06.03.07 @ 20:38