« Svar til Grétars Einarssonar.Um helgrímu dauðamenningar veraldarhyggjunnar og sannleika Orðs Guðs »

29.07.07

  16:26:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 262 orð  
Flokkur: Bænalífið

SANNLEIKSBÆN HEIL. KATRÍNAR FRÁ SIENA

Sannleikur þinn kenndi okkur að hrópa og að okkur yrði svarað; að knýja á og að lokið yrði upp, að biðja og við myndum öðlast. Ó, eilífi Faðir! Þjónar þínir hrópa á miskunn þína og biðja. Svara okkur því. Ég veit að miskunnsemin er óaðskiljanlegur hluti verundar þinnar. Því getur þú ekki neitað okkur um hana eða vísað þeim á bug sem biðja um hana. Þjónar þínir knýja á dyr sannleika þíns vegna þess að í sannleika eingetins Sonar þíns (Jh 14. 6) þekkja þeir þá ómælanlegu elsku sem þú berð í brjósti til mannkynsins. Þannig getur eldur elsku þinnar ekki neitað að ljúka upp fyrir þeim sem knýja á af þolgæði.

Ljúk því dyrunum upp og brjót á bak aftur harðneskju hjartna mannanna sem þú hefur skapað – ef ekki sökum þeirra sem ekki knýja á – þá vegna óumræðilegrar elsku þinnar og elsku á þeim þjónum þinna sem knýja á. Eilífi Faðir! Verð við bænum þeirra sem þú sérð að standa við dyr sannleika þíns og biðja. . . Ljúk upp dyrum ómælanlegrar elsku þinnar sem þú hefur gefið okkur með dyrum Orðs þíns. Ég veit að þú lýkur upp jafnvel áður en við getum knúið á vegna þess að það er í þeirri elsku sem þú hefur gefið þjónum þínum sem þeir knýja á og hrópa til þín sjálfum þeir til vegsemdar og sálunum til hjálpræðis. Gefðu þeim brauð lífsins, það er að segja ávöxt blóðs eingetins Sonar þíns.

No feedback yet