« Ritningarlesturinn 27. október 200615. Erzebet Szanto: „Náð loga elsku hins Flekklausa Hjarta míns mun blinda Satan.“ »

26.10.06

  16:52:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 172 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Samtal um nótt

Móðirin:
Ég grét sáran og var harmi lostin
þegar þeir drekktu dætrum mínum,
þeim sem höfðu heiðrað mig,
í sekkjum í gjánni í landi mínu
sem þeir gerðu að sínu.

Ég var harmi lostin þegar þeir
komu og tóku móðurina átta árum
eftir að hún ól barn sitt
og sendu til helheima.
Segðu þeim þetta. Segðu þeim þetta!

Sálin:
Hvar leitum við skjóls blíða móðir
í þessari helköldu nótt illskunnar?
Hvar búum við barni þínu skjól
í grashálminum?

Móðirin:
Komdu sál mín, komdu!
Við skulum ganga upp á Fórnarhæðina
þar sem heilagur Sonur minn þjáist
nöglum nístur og yfirgefinn.

Sálin:
En allt þetta myrkur, móðir
allt þetta svartnætti sem hylur landið?

Móðirin:
Þetta er forboði hinna þriggja nátta
réttlætissverðs hins himneska Föður
sem skjótt verður hafið á loft
til að ljósta ofbeldismennina.

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Er ástandið betra nú en á dögum Drekkingarhyls undir Stóradómi? Nei, það er enn það sama, raunar enn grimmilegra. Verum minnug ófæddu barnanna. – Ég þakka þér þetta fallega ljóð eða vitran um mikil örlög, Jón bróðir.

Einhver kann þó að hugsa: “Heilög María, Guðsmóðirin blíða, segði ekki svona harkalega hluti eins og fram koma í síðustu línunum!”

En hún segir sjálf í lofsöng sínum (Magnificat):

“Önd mín miklar Drottin,
og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.
…..
Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum
og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað.
Valdhöfum hefur hann steypt af stóli
og upp hafið smælingja,
hungraða hefur hann fyllt gæðum,
en látið ríka tómhenta frá sér fara.”

26.10.06 @ 21:18
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Myrku næturnar þrjár, sjá: Blessaða Önnu Maria Taigi (Róm), heil. Padre Pio (Ítalíu), Marie Julie Jahenny (Frakklandi), Pere Lamy (Frakklandi), Elizabeth Canori-Mora (Róm), systur Rosa Colomba Asdente (Ítalíu), föður Nectou (Belgíu), systur Palma D’Oria (Ítalíu), systur Marie Baourdi (Frakklandi), heil, Hildegard frá Bingen (Þýskaland), Marie Martel (Normandí) og bróðir David (San Antonio, Texas, 1987) svo að einungis sé getið um nokkra.

Hún lagði sérstaka áherslu á móðurina og árin 8. Þetta var miklu lengra en hvaða réttlát manneskja verður ekki bálreið andspænis hryðjuverkum illskunnar? Guðsmóðirin getur svo sannarlega reiðst rétt eins og heilagur Sonur hennar. Sumir eru svo mikil „góðmenni“ að þeir gera börnin sín að glæpamönnum „af hreinni góðmennsku!“

Guðsmóðirin er ekki síður bálreið en Sonur hennar sökum rolugangs fjölmargra presta sem eru honum helgaðir, þegar „golfkylfan“ vegur þyngra en sjálft fagnaðarerindið. Þegar hún skammaði heil. Silúan varð það honum til sáluhjálpar.

Það mun heldur ekki ganga hljóðalaust fyrir sig þegar hún blindar Satan og fylgisveinar hans standa uppi ráðþrota!

26.10.06 @ 22:06
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Já, Jesús gerði sig reiðan, þegar musterið var vanhelgað. En hann lét ekki reiðina stýra sér, heldur stýrði henni sjálfur. Það sama hlýtur Guðsmóðirin að gera.

26.10.06 @ 22:56
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Mæl þú heilastur, nafni. Í kenningum hinna heilögu feðra gegndi reiðin eða árásarhvötin (to þymitikon) ekki svo litlu hlutverki meðal frumhvata sálarinnar. Henni má beita með jákvæðum eða neikvæðum hætti.

Einn þátturinn í endurlausnarverki Drottins er að frelsa reiðina úr viðjum holdlegrar afstöðu hins gamla manns.

Þannig verður hún að heilagri reiði sem beinist fyrst að syndinni í okkur sjálfum og síðan að ytri og sýnilegum ummerkjum syndarinnar.

Og það get ég sagt þér nafni að englar upphimins hrópa á réttlæti sökum blóðs þess milljarðs barna sem myrt hafa verið á s. l. tveimur áratugum.

Vonandi verða þessi orð til að hvetja einhvern til iðrunar áður en það verður um seinan.

Kristnum mönnum er hollt að minnast sögunnar af Ananíasi og Safíru í Postulasögunni því að ein synd verður ekki fyrirgefin: SYND GEGN HEILÖGUM ANDA!

27.10.06 @ 07:28