« Blessaður veri Guð | Ættartala » |
Bæði Gamla testamentið og Nýja testamentið tala um líf eftir þetta líf.
Annað Vatikan þingið lagði mikla áherslu á sambandið milli okkar sem lifum á jörðinni og dýrlinganna, sem eru á himnum. Þetta er mikilvæg kenning í kaþólsku kirkjunni.
Til eru fjögur tilverustig. Þrjú þeirra eru í einingu við Guð og eitt er ekki. Síðasttalda tilverustigið er helvíti.
Hin þrjú eru:
•Kirkja pílagrímanna á jörðinni — það erum við.
•Hin líðandi kirkja í hreinsunareldinum — það eru hinir hólpnu.
•Hin sigursæla kirkja á himnum — til hennar teljast dýrlingarnir.
Sambandið milli okkar og þeirra, sem við höfum þekkt, en eru dánir, er ekki minna en á meðan þeir lifðu. Bæði hinir hólpnu í hreinsunareldinum og dýrlingarnir á himnum leggja hart að sér til að hjálpa okkur að komast í himnaríki. Þó að sálirnar séu í himnaríki eða í hreinsunareldinum þýðir það ekki að þær séu aðgerðalausar. Þær voru hluti af mannkyninu meðan þær lifðu á jörðinni og þær vita að við þörfnumst hjálpar þeirra.