« Hvað ætlar þú að gera við líf þitt?12. sunnudagur almennur, textaröð C »

07.03.08

  19:44:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 273 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Sagan um "Kallana" tvo

Í bekk einum í skóla nokkrum voru tveir strákar sem báðir hétu Kalli.

Annar "Kallinn" var alltaf til vandræða i bekknum og hann neitaði að læra. Í huga sínum kallaði kennarinn hann "Kalla vonda".

Hinn Kallinn var mjög gott barn og var hann reyndar uppáhaldsnemandi kennarans. Kennarinn nefndi hann "Kalla góða" í huganum.

Þegar kom að fyrsta fundi kennara og foreldra, gekk mjög kurtis kona inn í kennslustofuna og kennti sig sem móður Kalla. Kennarinn gerði eðlilega ráð fyrir að þetta væri móðir "Kalla góða."

Kennarinn var óspar að lofa hann og sagði að hann væri stórkostlegur drengur og sönn ánægja að hafa hann í bekknum.

Morguninn eftir ………

……… kom "Kalli vondi" hlaupandi inn í kennslustofuna áður en aðrir nemendur komu, og vafði örmum sínum um kennarann sinn. "Þakka þér," sagði hann snökktandi, "fyrir að segja mömmu minni að ég væri einn af efirlætisnemendum þínum og að ánægjulegt væri að hafa mig í bekknum."

Þetta kom kennaranum algjörlega í opna skjöldu. Þá áttaði hann sig á mistökunum sem hann hafði gert, en honum tókst að leyna undrun sinni.

"Kalli vondi" hélt áfram: "Fram að þessu hef ég ekki verið góður, en núna ætla ég að reyna að vera góður." Kennarinn lyfti niðurlútu höfði drengsins varlega og gekk í burtu með tárin í augunum.

Frá þessari stundu var "Kalli vondi" breyttur maður. Hann varð einn af eftirlætisnemendum kennarans og gleði og ánægja fylgdi honum í bekknum.

No feedback yet