« Hvað ættum við ekki að gera fyrir okkar konung?Verið vakandi! »

10.04.06

  12:56:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 435 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Saga um ríkan mann

Til er saga um ríkan mann sem bjó á stórri jörð. Hann varði miklum tíma á degi hverjum, til þess að horfa út um glugga á stórhýsi sýnu og virða fyrir sér dalinn sem hann átti. En hann trúði ekki á Guð. Hvers vegna skyldi hann gera það, hann sem var ríkasti maðurinn í dalnum?

Við innganginn að landareign hans bjó hliðvörður hans sem hét Jóhann. Jóhann þessi átti ekki mikla peninga, en hann trúði á Guð og fór í kirkju á hverjum sunnudegi með fjölskyldu sinni. Jóhann átti sjaldan frí en hann gat alltaf gefið sér tíma til þess að hjálpa því fólki á svæðinu, sem var hjálpar þurfi. Hann notaði kunnáttu sína í garðyrkju, trésmíði og öðru handverki til þess að liðsinna öðrum.

Dag einn var barið að dyrum ríka mannsins og þegar hann lauk þeim upp, stóð Jóhann fyrir utan. Jóhann sagði honum, að hann hefði dreymt draum nóttina áður og í draumnum hefði Guð talað til hans og sagt að á miðnætti í nótt myndi ríkasti maður dalsins deyja. Ríki maðurinn hló við og sagði að hann tryði ekki á drauma. Jóhann hélt þá til vinnu sinnar.

Ríki maðurinn hafði hlegið að Jóhann, en hann get ekki vikið orðum hans úr huga sér: "Ríkasti maðurinn í dalnum mun deyja á miðnætti í nótt". Til þess að hafa allt á hreinu fór hann í læknisskoðun um kvöldið. Læknirinn kvað upp þann úrskurð, að ríki maðurinn væri við góða heilsu og myndi sennilega lifa að minnsta kosti tuttugu ár til viðbótar. Ríki maðurinn varð svo feginn þessum orðum, að hann bauð lækninum heim með sér til kvöldverðar. Læknirinn kom og fór ekki úr húsi hans fyrr en stundarfjórðung eftir miðnætti. Og ríki maðurinn var glaður að vera enn á lífi!

En nokkru eftir að læknirinn var farinn, var barið að dyrum og þegar ríki maðurinnn lauk þeim upp sá hann dóttur Jóhanns standa þar og gráta. Hún sagði honum að faðir hennar hefði dáið á miðnætti!

Jesús segir: "Til eru síðastir, er verða munu fyrstir og til eru fyrstir er verða munu síðastir".

No feedback yet