« Fyrirgef oss vorar skuldirSporaleikur »

19.03.06

  14:48:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 438 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Sá sem hatar umvöndun er heimskur (af þessum heimi)

Guðspjall Jesú Krists mánudaginn 20 mars er úr Lúkasarguðspjalli 4. 24-30

Enn sagði hann: „Sannlega segi ég yður, engum spámanni er vel tekið í landi sínu. En satt segi ég yður, að margar voru ekkjur í Ísrael á dögum Elía, þegar himinninn var luktur í þrjú ár og sex mánuði, og mikið hungur í öllu landinu, og þó var Elía til engrar þeirra sendur, heldur aðeins til ekkju í Sarepta í Sídonlandi. Og margir voru líkþráir í Ísrael á dögum Elísa spámanns, og enginn þeirra var hreinsaður, heldur aðeins Naaman Sýrlendingur.“ Allir í samkunduhúsinu fylltust reiði, er þeir heyrðu þetta, spruttu upp, hröktu hann út úr borginni og fóru með hann fram á brún fjalls þess, sem borg þeirra var reist á, til þess að hrinda honum þar ofan. En hann gekk gegnum miðja mannþröngina og fór leiðar sinnar.

Hugleiðing
Jesús hikaði ekki við að atyrða samtíðarmenn sína sökum vantrúar þeirra. Hann reitti þá til reiði með því að segja, að jafnvel útlendingarnir hefðu meiri trú til að bera en þeir. Þetta voru þung orð í garð Gyðinganna sem töldu sig vera hina „útvöldu þjóð“ landsins og fyrirlitu útlendingana heilshugar. Þau varnaðarorð sem Jesús mælti til þeirra sökum vantrúar þeirra fylltu þá heift.
Texti dagsins er Íslendingum nútímans umhugsunarefni. Þeir deyða afkvæmi sín í stórum stíl og brjóta þannig boðorð Drottins. Þannig sjáum við orð hans rætast fyrir augum okkar. Guð varaði Ísraelsmenn við að saurga ekki landið eins og fyrri íbúar höfðu gert „svo að landið spúi yður ekki“ (3 M 18. 29). Þetta sjáum við gerast fyrir augum okkar með vaxandi straumi innflytjenda sem virða boðorð Drottins betur. Rétt eins og Gyðingar fylltust fjandskap í garð Jesú, bregðast Íslendingar nútímans við. Gyðingarnir hröktu hann út úr borginni og hefðu unnið honum mein ef þeir hefðu verið þess umkomnir. Í okkar ágæta landi er hann útilokaður frá allri umræðu og hafður að háði og spotti af því að hann brýtur í bága við rétthugsun samtímans. Drottinn býður okkur frelsi og fyrirgefningu synda okkar, en einungis ef hann verður okkur „vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn“ (1 Kor 1. 30). „Sá sem elskar aga, elskar þekking, en sá sem hatar umvöndun er heimskur“ (Ok 12. 1).

No feedback yet