« Frans Xaver | Kafli úr föstuboðskap páfa á fagnaðarárinu 2000 » |
Dag nokkurn var Makaríos ábóti á leið aftur í klefa sinn með fáeinar pálmagreinar sem hann hafði sótt í votlendið. Á leiðinni mætti hann djöflinum. Hann bar sigð og reyndi að slá til ábótans með henni en tókst ekki.
Þá sagði djöfullinn við hann:
"Makaríos, ég lið hræðilegar kvalir þín vegna, því ég get ekki sigrað þig. Og samt geri ég allt eins og þú."
"Þú fastar - og ég borða aldrei."
"Þú vakir - og mér kemur ekki dúr á auga."
"En þú sigrar mig aðeins á einu sviði."
"Og hvert er það?" spurði Makaríos."
"Það er auðmýkt þín sem kemur í veg fyrir að ég sigri þig."
Úr ummælum eyðimerkurfeðranna.