« Indland: Sex þúsund kristnir taka hindúatrú í fjöldaathöfnRósakransinn: Kristin íhugun »

26.10.09

  22:42:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Kristin íhugun: Rósakransinn II. hluti

„Naumast finnst svo illa spilltur maður, að ekki verði á honum sjáanleg breyting ef hann biður Rosarium í eitt ár.“ Svo mælti príorinn í Karþúsaklaustrinu í Trier, Adolf von Essen er þangað leitaði vorið 1409 andlega og líkamlega magnþrota maður Dominkus von Preussen. það var Dominikus þessi sem endurbætti rósakransbænina og skrifaði niður ævi Jesú í fimmtíu setningum og hugleiddi við hvert Ave eitt atriði. Hér á eftir kemur annar hluti myndarinnar um rósakransinn sem kynnt var í síðustu bloggfærslu.

[youtube]KAstNjDzy1U[/youtube]

Úr bókinni Rósakransinn. Sr. Hjalti Þorkelsson tók saman. Útg. Kaþ. kirkjan á Íslandi 1978.

Sjá fyrsta hluta myndarinnar hér: [Tengill]

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Hjartanlega sammála þessu er ég. Rósakransbænin hefur verið nefnd Jesúbæn Vesturkirkjunnar. Rætur hans má rekja til eyðimerkurfeðranna í Egyptalandi þar sem sjá má Ave María á kalktöflum (ostrakonum).

Ég er einmitt að þýða núna verk eftir spænska guðfræðinginn og karmelítann Ferdinando Urbina. Á íslensku mun það heita: Guðfræði hinnar andlegu íhugunar (Teología de la Contemplación). Í verkinu víkur hann nokkrum sinnum að þessari staðreynd.

28.10.09 @ 15:37
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón. Gott er að heyra að Guðfræði hinnar andlegu íhugunar verður fáanlegt á íslensku. Það verður án efa fengur að því verki. Bestu kveðjur.

28.10.09 @ 22:28