« 2. Ástarfuni hins Alhelga Hjarta í umfjöllun kirkjufeðra fornkirkjunnar.1. Ímynd hins Alhelga Hjarta og boðskapur »

09.10.06

  07:26:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 704 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. október

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 10. 25-37

Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista hans og mælti: „Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús sagði við hann: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?" Hann svaraði: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa.“ En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: „Hver er þá náungi minn?“ Því svaraði Jesús svo: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá. Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: ,Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.' Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?“ Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum.“ Jesús sagði þá við hann: „Far þú og gjör hið sama.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Denis og félaga (d. 258), fyrstu píslarvotta Frakklands. Liðu píslarvætti á Montmartre (Hæð píslarvottanna) í París. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Hugvekja 171 um Filippíbréfið: „Hver var náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?“

Sá sem er alls staðar – hvar er hann ekki? . . . „Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt“ (Fl 4. 5, 6). Þetta er mikill leyndardómur: Hann sté upp til himna og er þó nærri þeim sem lifa á jörðinni. Hver er fjarlægir og jafnframt nálægur samtímis nema sá sem varð okkur svo nálægur í miskunn sinni?

Maðurinn sem lág á veginum og ræningjarnir skildu eftir nær dauða en lífi og presturinn og levítinn hirtu ekkert um með því að ganga fram hjá honum, en Samverjinn gekk svo að til að hjálpa honum – þessi maður táknar allt mannkynið. Drottinn vildi að þessi Samverji táknaði sig sjálfan. Þrátt fyrir að Drottinn væri réttlátur og ódauðlegur kom hann niður til jarðar til að vera nærri okkur. „Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt.“

„Hann hefur eigi við oss eftir syndum vorum“ (Sl 103. 10). Við erum börn hans. Hvaða staðfestingu höfum við um þetta? Hann dó sökum synda vorra, hann sem er Sonurinn eini, svo að hann væri ekki einn. Sá sem dó einn vildi ekki vera einn. Einkasonur Guðs gerði fjölmarga að börnum Guðs. Með blóði sínu keypti hann sér bræður. Sá sem hafnað var gerði þá að erfingjum sínum. Sá sem var seldur keypti þá að nýju. Sá sem var auðsýnd mesta hugsanlega vansæmd hóf þá í heiðurssæti. Sá sem var deyddir gaf þeim líf. Því verðið þið að fagna: „Ég segi aftur: Verið glaðir hvar sem þið eru svo staddir (sjá Fl 4. 4). „Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt.“

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html
 

No feedback yet