« Ritningarlesturinn 10. nóvember 2006Hinir þrír myrku dagar (7) »

09.11.06

  09:51:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 486 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 2. 13-22

Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð." Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp." Gyðingar sögðu þá við hann: „Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?" Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum." Þá sögðu Gyðingar: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!" En hann var að tala um musteri líkama síns.

Í dag minnist kirkjan: Vígslu Basilíku hl. Jóhannesar á Lateranhæðinni í Róm. Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Jerúsalem (ca 315- ca 386). Trúfræðin III, 35: Og ekki stóð steinn yfir steini

Því að leyndardómurinn hefur ræst, það sem ritað var um hefur náð fram að ganga. Syndirnar eru fyrirgefnar. „En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð, sem ekki er með höndum gjörð, það er að segja er ekki af þessari sköpun. Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa, heldur með eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausnar. Ef blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gjörst, helgar til ytri hreinleika, hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum verkum, til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði“ (Heb 9. 11-14). Og aftur: „Vér megum nú, bræður, fyrir Jesú blóð með djörfung ganga inn í hið heilaga, þangað sem hann vígði oss veginn, nýjan veg og lifandi inn í gegnum fortjaldið, það er að segja líkama sinn“ (Heb 10. 19, 20).

Og sjá, forhengi musterisins rifnaði í sundur og ekki svo mikið sem menjar dúkbreiðunnar stóðu eftir. Þetta sagði Meistarinn líka, að hús þeirra yrði lagt í auðn og ekki stæði steinn yfir steini.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Einn gyðing/kristinn mann heyrði ég segja: „Ég forðast að fara inn í þær kristnu kirkjur þar sem eru líkneski af Maríu Guðsmóður og hinum heilögu. Ég er á móti slíkri skurðgoðadýrkun!“ En að ímynda sér að það musteri sem Kristur hafnaði í eitt skiptið fyrir öll og að endurreisn þess sé þáttur í endurkomu hans er ekkert annað en hreinn GYÐINGDÓMUR!“

Það er nú svo.

Sjá

Hvað áhrærir tjaldbúð hins Gamla sáttmála sem Drottinn kom til að endurreisa (P 15) þá er hún forgildi hinnar komandi kirkju hans sem hann lítur á sem sinn eigin líkama (P 9. 5) á jörðu. Þar sjáum við Guð opinbera okkur forgildi hennar sem við getum lesið í LJÓSI KRISTS í hinum Nýja sáttmála:

SJÁ:

Og leyndardóm hins Alhelga Hjarta Jesú sjáum við opinberaðan í Hóseabók sem margir kaþólskir guðfræðingar nefna reyndar Spádómsrit hins Alhelga Hjarta Jesú.

09.11.06 @ 09:56