« Ég elska Bolungarvík! – bæjarfélag lífsmenningar á Íslandi.Útkallið – ekkaleo (koina Nýja testamentisins) »

07.09.06

  06:20:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 617 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 5. 1-11

Nú bar svo til, að hann stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið, en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn, er Símon átti, og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.“ Símon svaraði: „Meistari, vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.“ Nú gjörðu þeir svo, og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska, en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana, svo að nær voru sokknir. Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann fyrir kné Jesú og sagði: „Far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá, sem með honum voru, vegna fiskaflans, er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaður Fredrick Oznam (1813-1853). Hugleiðing dagsins: Heil. Ambrósíus (um 340-297), biskup í Mílan og kirkjufræðari. Umfjöllum um Lúkasarguðspjallið: „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.“

„Legg þú út á djúpið,“ það er að segja út á djúp kappræðnanna. Er um nokkuð hyldýpi að ræða sem jafnast á við „djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs“ (Rm 11. 33), að kunngera guðdómlegan barnsrétt hans? . . . Pétur leiðir kirkjuna til djúps vitnisburðarins til að íhuga hinn upprisna Son Guðs og Heilagan Anda sem úthellt hefur verið.

Hver eru þau þessi net postulanna sem Kristur biður lærisveinana um að leggja niður? Eru þau ekki samhengi orðanna, þróun kappræðunnar, dýpt röksemdanna sem gerir þeim sem sitja fastir í netinu að leggja á flótta? Þessi veiðarfæri postulanna tortíma þeim ekki sem veiddir eru, miklu fremur veita þau þeim vernd. Þau draga þá upp úr djúpinu til ljóssins, þau leiða þau úr myrkum djúpum til hæstu hæða . . .

„Meistari,“ sagði Pétur: „Vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.“ Drottinn, ég veit að ég dvel í húmi nætur þegar þú býður mér ekki að gera eitthvað. Enn hefur mér ekki auðnast að snúa neinum á rétta braut með orðum mínum. Enn er nótt . . . Ég lagði netið en ennþá er aflinn enginn. Ég lagði netið á sólskinsbjörtum degi. Nú vænti ég þess að þú bjóðir mér að hefjast handa. Jafnskjótt og þú býður legg ég netið aftur. Sjálfsálitið er haldlaust, en auðmýktin ber ávöxt. Og þeir sem einskis höfðu aflað fram að þessu fengu mikinn afla þegar raust Drottins hljómaði.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet