« Ritningarlesturinn 8. júlí 2006Ritningarlesturinn 6. júlí 2006 »

07.07.06

  07:02:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 535 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 7. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 9-13

9 Þá er hann gekk þaðan, sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: „Fylg þú mér!„ Og hann stóð upp og fylgdi honum. 10 Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. 11 Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndugum?“ 12 Jesús heyrði þetta og sagði: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. 13 Farið og nemið, hvað þetta merkir: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir.' Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara.“

Í dag minnist kirkjan: Bl. Ralphs Milners og Rogers Dickensons  

Hugleiðing dagsins:
Heilagur Ágústínus (354-430), biskup frá Hippo (Norðurafríku), kirkjufræðari.
Hugleiðing um Fyrsta bréf Jóhannesar 8. 10

„Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir!“

Með því að elska náunga þinn viltu að hann verði að bróður þínum. Þú elskar ekki það sem er í honum, heldur það sem þú þráir að hann verði. Setjum okkur fyrir sjónir eik sem hefur ekki verið skorin út. Hagleiksmaður sér tréð sem fellt hefur verið í skóginum og gest vel að því. Ég veit ekki hvað hann hyggst gera við viðinn, en listamanninum gest ekki svona vel af viðnum til þess að hann verði áfram það sem hann er. Listfengi hans setur honum fyrir sjónir, hvað gæti orðið úr viðnum. Honum gest ekki svo mjög að óunnum viðnum, heldur því sem hann gæti orðið.

Þannig elskaði Guð okkur sem syndara, því að hann sagði: „„Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru.“ Elskaði hann okkur sem synduga menn til þess að við héldum áfram að vera syndugir? Sem listasmiður sá hann okkur sem óunninn við beint úr skóginum. Það sem bjó honum í huga var hvað gæti orðið úr þessum við.

Hið sama gildir um þig. Þú sérð óvin þinn sem er mótstöðumaður þinn og hellir sér yfir þig með særandi orðum. Hann er harðorður og hatursfullur gagnvart þér. En þú hefur í huga að hann er mennsk vera. Þú sérð allt það sem þessi einstaklingur hefur gert á hlut þinn, en þú sérð jafnframt að hann er sköpun Guðs. Það sem hann er sem mennsk vera er sköpun Guðs, en hatrið sem hann ber í brjósti til þín er hans eigið verk. Og hvað segir þú við sjálfan þig? „Drottinn, auðsýndu honum miskunnsemi, fyrirgef honum syndir hans og blástu honum guðsótta í brjóst. Umbreyttu honum.“ Þú elskar ekki það sem þú sérð í þessum manni, heldur það sem þú þráir að hann verði. Þegar þú elskar óvin þinn elskar þú bróðir þinn.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga.

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet