« PolaroidbörnHinir þrír myrku dagar (6) »

06.11.06

  09:21:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 349 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 14. 12-14

Þá sagði hann við gestgjafa sinn: „Þegar þú heldur miðdegisverð eða kvöldverð, bjóð þá hvorki vinum þínum né bræðrum, ættingjum né ríkum nágrönnum. Þeir bjóða þér aftur, og þú færð endurgjald. Þegar þú gjörir veislu, þá bjóð þú fátækum og örkumla, höltum og blindum, og munt þú sæll verða, því þeir geta ekki endurgoldið þér, en þú færð það endurgoldið í upprisu réttlátra.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Nikulás Tavelic (d. 1391) og félaga, píslarvotta í Landinu helga. Hugleiðing dagsins: Heil. Gregoríos frá Nazíanzen (330-390), einn Kappodíkufeðranna þriggja og kirkjufræðari. Um elsku til hinna snauðu, 4-6: „Með þessum verkum kenndir þú lýð þínum að hinir réttlátu verða að vera gæskuríkir“ (SS 12. 19).

Fyrsta og mesta boðorðið, það sem lögmálið og spámennirnir byggjast á (Mt 22. 40) er elskan. Ég tel að það vitnisburður hennar sé mestur í elsku á hinum snauðu, í mildi og samúð gagnvart náunga sínum. Guði er ekki sýnd meiri vegsemd í neinu eins og í miskunnseminni því að ekkert líkist honum meira. „Miskunn og trúfesta ganga fyrir honum“ (Sl 89. 15) og hann hefur meiri þóknun á miskunnseminni en réttlætinu (Hós 6. 6). Ekkert dregur Vin mannkynsins meira til sín eina og gæska gagnvart mönnum (SS 1. 6). Endurgjald hans er réttlæti, dómur hans og mælir miskunn.

Við verðum að ljúka hjörtum okkar upp fyrir hinum snauðu og öllum sem eru vansælir, hverjar sem þjáningar þeirra svo eru. Þetta er það sem býr að baki boðorðinu sem krefst þess að við „fögnum með fagnendum, og grátum með grátendum“ (Rm 12. 15). Þar sem við erum öll menn, er það þá ekki réttmætt og við hæfi að við auðsýnum þeim gæsku sem eru eins og við?

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Æ, hversu vel eiga þessi orð heil. Gregoríosar við um okkar varnarlausustu bræður og systur:HIN ÖFÆDDU BÖRN Í MÓÐURSKAUTI, sem grimmlyndur femínismi af marxískum rótum myrðir köldu blóði:

„Þeir þyrma ekki lífsafkvæmunum, og líta ekki miskunnaraugum til ungbarna“ (Jes 13. 18).

06.11.06 @ 09:25
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þessi texti á fullkomlega við um fósturdeyðingar.

06.11.06 @ 10:33
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég nota hann, ásamt fleiri textum úr Ritningunni, í þessu nýja Moggabloggs-innleggi mínu: Má íslenzkur embættismaður misnota aðstöðu til að svipta Nicaragua þróunarhjálp vegna fósturverndar?

06.11.06 @ 13:10