« Ritningarlesturinn 6. september 2006Hinir þrír miklu risar hjartans »

05.09.06

  06:55:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 415 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 4. 31-27

Hann kom nú ofan til Kapernaum, borgar í Galíleu, og kenndi þeim á hvíldardegi. Undruðust menn mjög kenningu hans, því að vald fylgdi orðum hans. Í samkunduhúsinu var maður nokkur, er haldinn var óhreinum, illum anda. Hann æpti hárri röddu: „Æ, hvað vilt þú oss, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma oss? Ég veit, hver þú ert, hinn heilagi Guðs.“ Jesús hastaði þá á hann og mælti: „Þegi þú, og far út af honum.“ En illi andinn slengdi honum fram fyrir þá og fór út af honum, en varð honum ekki að meini. Felmtri sló á alla, og sögðu þeir hver við annan: „Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara.“ Og orðstír hans barst út til allra staða þar í grennd.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaða móður Teresu frá Kalkútta (1910-1997). Hugleiðing dagsins: Baudoin de Ford (? – um 1190), ábóti í Sistersíanreglunni. 6. hugvekjan: „Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara.“

„Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggja sverði“ (Heb 4. 12). Það starfar í sköpun heimsins, framvindunni í heiminum og í endurlausn hans. Hvað er áhrifaríkara eða máttugra? „Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins, kunngjört allan lofstír hans“ (Sl 106. 2).

Áhrifamáttur Orðsins opinberarar sjálfan sig með verkum sínum. Og það opinberar sjálft sig í predikuninni. Orðið snýr ekki aftur til Guðs fyrr en það hefur unnið sitt verk og allir sem það er sent til njóta blessunar þess (sjá Jes 55. 11). Það er „kröftugra og beittara en tvíeggja sverð“ þegar það er meðtekið af trú og elsku. Hvað er ómögulegt þeim sem trúir, hvað er erfitt þeim sem elskar? Þegar Orð Guðs berst út gegnumnístir það hjarta hins trúaða eins og „hvesstar örvar bardagahetjunnar“ (Sl 120. 4). Það gengur inn í hjartað líkt og spjótsstunga allt til til þess dýpsta djúps. Já, þetta Orð er beittara en tvíeggjað sverð og kraftur þess meiri öllum öðrum mætti og valdi, háleit áhrif þess háleitari allri mennskri snilli, það er hvesstara en öll speki mennskra orða.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VERIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet