« Af hverju koma stríð? IIAf hverju koma stríð? I. »

04.10.06

  06:15:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 562 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 57-62

Þegar þeir voru á ferð á veginum, sagði maður nokkur við hann: „Ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð." Jesús sagði við hann: "Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla." Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!" Sá mælti: "Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn." Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki." Enn annar sagði: "Ég vil fylgja þér, herra, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima." En Jesús sagði við hann: „Enginn, sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur í Guðs ríki."
Í dag heiðrar kirkjan : Heil. Frans frá Assisí. Hugleiðing dagsins: Einn bræðra heil. Frans frá Assisí (13. öld). Sacrum commercium, 22: „En Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."

Ó Frú örbirgðarinnar, [1] Sonur hins almáttuga Föður var „ástfanginn af fegurð þinni“ (SS 8. 2) og vissi að þú yrðir hin trúfastasti samferðamaður. Áður en hann kom niður úr ljósheimum föðurlands síns, þá varðst það nú sem bjóst honum hollan dvalarstað, hásæti þar sem hann gat setið, beð þar sem hann gat hvílst: Þú, hina alflekklausu Mey sem ólst hann. Frá fyrsta andartakinu eftir fæðingu hans stóðst þú við vöggu hans. Hann var „lagður í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsinu“ (Lk 2. 7). Og þú varst ætíð í fylgd hans meðan hann var á jörðinni: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla“ (Mt 8. 19). Eftir að hafa látið spámennina tala í sínu nafni, þá tók hann sjálfur til að kenna og þú varst sú fyrsta sem hann vegsamaði: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki“ (Mt 5. 3).

Síðar þegar hann kaus sér nokkra vini til að verða votta frelsunar mannkynsins, þá kvaddi hann ekki til ríka menn úr viðskiptalífinu, heldur einlæga syndara til að leggja áherslu á hversu mjög hann metur þig, Frú örbirgðarinnar, vegna þess að þú glæðir elskuna á honum. Að endingu, eins og til að sanna gildi hátignar þinnar og göfgi, hugrekki og yfirburði fram yfir allar aðrar dyggðir, þá varst það þú EIN sem dvaldir með Konungi dýrðarinnar þegar þeir sem hann hafði útvalið snéru við honum baki.

Þú, hinn trúfasti samferðamaður hans og blíði elskhugi, þú yfirgafst hann ekki eitt einasta augnablik. Þú tengdist honum enn nánari böndum þegar þú sást að hann var fyrirlitinn og það með alheimslegum hætti. Þú ein huggaðir hann. Þú yfirgafst hann aldrei, jafnvel ekki „á dauða á krossi“ (Fl 2. 8) þegar hann var nakinn með útréttan faðminn og fætur hans og hendur gegnumstungnar nöglum og svo algjörlega einn að ekkert var eftir til að sýna dýrð hans nema þú EIN.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

[1] Meymóðirin María ætíð mey.

No feedback yet