« Nóttin var sú ágæt ein!Hinn takmarkalausi vöxtur – Dionysíus Areopagíti. »

04.12.06

  08:50:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 577 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 8. 5-11

Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: „Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“ Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“ Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það.“ Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jóhannes frá Damascus (676?-749). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ §22: „Margir munu koma frá austri og vestri“

Sá sem er „ímynd hins ósýnilega Guðs“ (Kól 1. 15) er sjálfur hinn fullkomni maður. Hann færir sonum Adams að nýju hina guðdómlegu líkingu sem hafði afskræmst með erfðasyndinni. Þar sem manneðlinu sem hann íklæddist var ekki tortímt hefur það sökum þessarar staðreyndar verið hafið upp til guðdómlegrar tignar, einnig hvað okkur áhrærir.

Með holdtekju sinni sameinaði Sonur Guðs sig á vissan hátt hverjum manni. Hann starfaði með mennskum höndum og hugsaði með mennskum huga, brást við sem maður og elskaði með mennsku hjarta. Fæddur af Maríu mey hefur hann sannarlega orðið eitt með okkur og okkur líkur í öllu nema syndinni (Heb 4. 15).

Hinn kristni maður sem samlíkst hefur Syninum sem er frumburður meðal margra bræðra (Rm 8. 23) og þannig var hann þess umkominn að kunngera hið nýja lögmál elskunnar. Í þessum Anda sem er „pantur arfleifðar vorrar“ (Ef 1. 14) endurnýjast allur maðurinn að innan, jafnvel allt til þess að líkaminn endurleysist (Rm 8. 23) . . . Hinn kristni maður verður að horfast í augu við þá þvingandi nauðsyn og skyldu að berjast við hið illa í hvers konar þrengingum og jafnvel láta lífið. En þar sem hann hefur fengið hlutdeild í páskaleyndardóminum og er orðinn Kristi líkur fyrir að deyja eins og hann, gengur hann til móts við upprisuna með sterka von.

Þetta á ekki aðeins við um þá sem trúa á Krist, heldur alla menn sem hafa góðan vilja og þegar náðin er að verki í hjörtum þeirra með ósýnilegum hætti. Þar sem Kristur dó fyrir alla (Rm 8. 32) og þar sem köllun mannanna er ein þegar til alls kemur, það er að segja köllun til Guðs, verðum við að halda fast við það að Heilagur Andi bjóði öllum möguleikann á því að fá hlutdeild í páskaleyndardóminum, á einhvern hátt sem Guð einn þekkir.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet