« Ritningarlesturinn 5. ágúst 2006Ritningarlesturinn 3. ágúst 2006 »

04.08.06

  07:45:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 448 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 13. 54-58

Hann kom í ættborg sína og tók að kenna þeim í samkundu þeirra. Þeir undruðust stórum og sögðu: „Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin? Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas? Og eru ekki systur hans allar hjá oss? Hvaðan kemur honum þá allt þetta?“ Og þeir hneyksluðust á honum. En Jesús sagði við þá: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu og með heimamönnum.“ Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.

Í dag minnist kirkjan: Heil. Jean Marie Vianney (1786-1859), sóknarprestsins frá Ars. Hugleiðing: Jóhannes Páll II, Redemptoris custos, 27: „Er þetta ekki sonur smiðsins?“

Samskipti þeirra Jósefs og Jesú beina athygli okkar enn einu sinni að leyndardómi holdtekjunnar, einmitt með hliðsjón af mennsku Jesú sem áhrifamiklu tæki Guðdóms hans í helgun mannsins: „Í krafti Guðdóms hans fólu mennskar athafnir Krists í sér hjálpræði okkur til handa og glæddu náð innra með okkur, annað hvort með verðskuldun eða sökum sérstaks áhrifamáttar“ (Heil. Tómas frá Akvínó).

Meðal þessara athafna leggja guðspjallamennirnir áherslu á þær þeirra sem viku að páskaleyndardóminum, en þeir leggja jafnframt áherslu á líkamssnertinguna við Jesú . . . Vitnisburður postulanna lætur ekki hjá líða að greina frá fæðingu Jesú, umskurn hans, frumburðarhátíðinni í musterinu, flóttanum til Egyptalands og hinu hulda líf hans í Nasaret. Hann gerir sér ljósan „leyndardóm“ náðarinnar í öllum þessum hjálpræðislegu „athöfnum,“ þar sem rekja má þetta allt til sömu elskuríku uppsprettunnar: Guðdóms Krists. Ef þessi elska skein á allt mannkynið í gegnum mennsku Krists, þá hljóta þeir sem nutu fyrst þessara blessunarríka áhrifa að hafa verið þeir sem stóðu honum næstir: María, móðir Jesú, og Jósef, fósturfaðir hans.

Hvers vegna hefði „föðurelska“ Jósefs ekki átt að hafa mótandi áhrif á „sonarelsku“ Jesú? Og gagnkvæmt. Hvers vegna hefði „sonarelska“ Jesú ekki átt að hafa mótandi áhrif á „föðurelsku“ Jósefs og þannig dýpkað enn frekar einstæð samskipti þeirra? Þær sálir sem eru næmastar gagnvart áhrifum hinnar guðdómlegu elsku hafa séð háleitt dæmi um hið innra líf í Jósef.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet