« Af hverju koma stríð? I.Harmagrátur Meymóðurinnar »

03.10.06

  06:59:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 401 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 51-56

Nú fullnaðist brátt sá tími, er hann skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En þeir tóku ekki við honum, því hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það, sögðu þeir: "Herra, eigum vér að bjóða, að eldur falli af himni og tortími þeim?" En hann sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: "Ekki vitið þið, hvers anda þið eruð. Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa."] Og þeir fóru í annað þorp.

Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Francis Xavier Seelos (1819-1867). Hugleiðing dagsins: Heil. Ísak sýrlendingur (7 öld), munkur í Níneve, nærri Mósul í Írak nútímans. Andlegar umfjallanir 2. 10, 36: „Jesús sneri sér við og ávítaði þá.“

Þegar einhver hefur verið gerður þess verður að smakka á elsku Guðs, þá gleymist honum yfirleitt allt annað sökum ljúfleika hennar. Þegar hann hefur á annað borð smakkað á þessari elsku missir hann áhugann á öllu hinu sýnilega. Sál hans dregst að þeirri elsku sem ríkir meðal fólks án flokkadrátta. Honum stendur aldrei stuggur af veikleikum þess fremur en hinum blessuðu postulum sem var með öllu útilokað að hata fólk þrátt fyrir alla þá elsku sem þeir urðu að horfast í augu við: Þeir þreyttust aldrei á því að elska það. Þetta sést best á þeirri staðreynd að við leiðarlok gengu þér jafnvel í gegnum dauðann til að hitta fólkið síðar á himnum.

Þrátt fyrir þetta voru þetta sömu mennirnir sem skömmu áður báðu Krist um að að eldur félli af himni til að tortíma Samverjunum vegna þess að þeir vildu ekki taka á móti þeim í þorpi sínu. En eftir að þeir höfðu öðlast þá náðargjöf að smakka á elsku Guðs, þá öðluðust þeir slíkan fullkomleika, að þeir elskuðu jafnvel þá sem stunduðu illskuverk.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet